Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2025 07:03 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að ganga í skrokk á konu sem vildi stunda með honum kynlíf. Þótt Bjarki hefði gefið í skyn að vilja stunda gróft kynlíf var talið ljóst að hann gekk langt fram yfir þau mörk sem konan hefði samþykkt. Konan segist tveimur og hálfu ári síðar enn finna verki sem minna hana daglega á barsmíðarnar. Rétt er að vara lesendur við lýsingum úr dómi héraðsdóms hér að neðan. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en vel á þriðja ár er liðið frá því brotin áttu sér stað. Bjarki og konan voru kunningjar og voru bæði að skemmta sér á páskadegi þann 9. apríl 2023. Konan viðurkenndi að hafa haft áhuga á Bjarka og sendi honum skilaboð eftir að hann hélt heim úr partíinu í morgunsárið. Í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum sem voru meðal gagna málsins sagðist Bjarki vera öfgafullur í kynlífi og teldi að hún myndi ekki skilja á hvaða stigi. Konan gaf í skyn að hún gæti komið honum á óvart, vildi láta taka af sér völdin og að hún vildi skilja hvað hann væri eiginlega að tala um. Fór svo að hún fór í heimsókn til hans. Ekkert hafi getað búið hana undir ofbeldið Bjarki og konan eru að miklu leyti sammála um hvað fór fram á heimili hans nema að því mikilvæga leyti að Bjarki taldi sig hafa leyfi til athafna sinna en konan hafnaði því. Hún sagði ekkert hafa geta búið hana undir það sem tók á móti henni hjá Bjarka. Hann hafi svo til um leið og hún mætti sagt henni öryggisorð, farið með hana inn í herbergi og hent henni niður á gólf á hnén. Rifið hana úr fötum og slegið í andlitið. Hann hefði svo lyft henni upp með höndunum og haldið um háls hennar. Hún taldi barsmíðar sem fylgdu hafa staðið yfir í einn og hálfan klukkutíma en Bjarki taldi um skemmri tíma hafa verið að ræða. Á þeim tíma hefði Bjarki kyrkt hana margoft, slegið hana ítrekað og höfuð hennar farið utan í vegg. Hann hefði haldið kodda yfir andliti hennar og stungið fingrum í leggöng. Það hefði gerst í miðjum barsmíðum og hún ekki munað nákvæmlega hvað var í gangi. Þá hefði hann hrækt á hana, haldið henni með hné niðri og fullnægt sér yfir andlit hennar. Áfengi, MDMA og kókaín Varðandi upplýsingar sem Bjarki hefði veitt henni um að hann væri öfgafullur í kynlífi í skilaboðum þeirra á milli í aðdragandanum sagðist konan hafa talið hann vera að spila sig stóran, hún hefði tekið því sem daðri og átt von á að vera slegin á rassinn. Þá sagðist konan hafa verið undir miklum áhrifum áfengis auk MDMA og kókaíns sem mældust leifar af í sýni á bráðamóttöku daginn eftir. Konan sagðist einfaldlega hafa frosið og varla náð andanum á meðan á öllu saman gekk. Á einum tímapunkti hefði hún náð að hvísla öryggisorðið, Bjarki slakað á í örskotsstund en svo hefði allt haldið áfram. Á tímabili, þegar hann hefði kyrkt hana, hefði hún talið að hún myndi láta lífið. Eftir allt saman spurði hún Bjarki nokkurra spurninga um BDSM-kynlíf áður en hún hélt heim. Það var ekki fyrr en eftir myndsímtal við vinkonu daginn eftir, sem tók eftir áverkum á andliti konunnar, að hún fylgdi ráðum hennar og leitaði á Neyðarmóttöku. Áverkarnir voru miklir en konan var greind með yfirborðsáverka á höfði, tognun og ofreynslu á hálshrygg, rifbrot, tognun og ofreynslu á axlarlið, lendarhrygg og mjaðmagrind auk heyrnartaps. Í vottorði læknis á bráðamóttöku var rakið að um væri að ræða alvarlega líkamsárás þar sem herrt var að hálsi auk fleiri höfuðhögga og annarra högga. Sagðist hafa fylgt fyrirmælum konunnar Bjarki byggði málsvörn sína á því að hann hefði farið að fyrirmælum konunnar sem hefði sagst vilja upplifa valdaleysi. Hann hefði ekki orðið var við neitt óvanalegt fyrir utan eitt skipti þegar konan notaði öryggisorðið. Taldi dómurinn að miðað við skilaboð þeirra í aðdragandanum hefði Bjarki í mesta lagi mátt skilja konuna sem svo að hann mætti slá hana og taka kyrkingartaki. Hann hefði ekki haft neinar forsendur til að ætla að hann mætti beita því afli sem raunin varð. Þá var því hafnað að með því að nota öryggisorðið fælist samþykki fyrir þátttöku í kynlífi. Þá benti dómarinn á að Bjarki hefði mátt vita að konan var undir áhrifum og óvarlegt af honum að telja að hún hefði verið í ástandi til að gefa samþykki fyrir líkamsmeiðingum. Taldi dómurinn ljóst að hann fór langt umfram þau mörk sem konan hafði samþykkt. Konan lagði fram kæru rúmum tveimur vikum eftir að brotin áttu sér stað. Hún var í fyrstu ekki á þeim buxunum að kæra, var tíma að átta sig á því hvað hefði átt sér stað og hefði til að skilja það betur rætt við fólk hjá BDSM-félaginu. Þá hefði verið útskýrt fyrir henni að það sem hún hefði upplifað væri ekki BDSM enda ekki eðlilegt að þurfa að leita sér læknisþjónustu eftir þátttöku í BDSM-kynlífi. Raunar hefðu allar reglur verið brotnar í upphafi, ekki verið sett skýr mörk, samþykki og slíkt ætti ekki að gera undir áhrifum. Með kynferðisbrot á samviskunni Dómari taldi sannað að Bjarki hefði gerst sekur um nauðgun. Honum hefði ekki getað dulist að með hegðun sinni væri hann að þvinga konuna til kynmaka og beita hana grófu og alvarlegu ofbeldi sem konan hafi ekki getað varist. Var hann dæmdur í fimm ára fangelsi og litið til þess að hann hefði árið 2020 verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Konan sagði atvikið hafa haft mjög mikil áhrif á líf hennar. Hún hefði verið að skrifa lokaritgerð í skóla en ekki náð að ljúka henni eða útskrifast. Andleg og líkamleg heilsa hefði verið slæm og haft áhrif á samskipti við annað fólk. Vinkona hennar staðfesti þetta, hún hefði verið kvenskörungur en héldi sér nú til hlés. Konan sagðist enn óvinnufær og framfleyta sér á endurhæfingarlífeyri. Hún finni tveimur árum síðar enn til í hálsi, öxlum og vegna rifbeinsbrots. Þannig fái hún daglega áminningu um hörmungarnar sem gerðust. Heyrnartap hefði ekki gengið fyllilega til baka og hún reiknað með að sækja um örorku. Af hálfu Bjarka var lagt fram vottorð sálfræðings um að hann hefði í lok árs 2020 óskað eftir meðferð hjá Heimilisfriði, sótt 38 viðtalstíma, tekið fulla ábyrgð á hegðun sinni og sýnt mikinn vilja til að læra og gera betur. Hann hefði útskrifast í desember 2022 og síðan sótt viðtöl til eftirfylgni og stuðnings. Þá greindi DV frá því í gær að Bjarki hefði sótt sálfræðimeðferð eftir að hafa verið handtekinn á skrifstofum Heimildarinnar í miðbæ Reykjavíkur í maí 2023. Bjarki var áskriftarsölustjóri hjá Heimildinni og var hann leiddur út af staðnum í handjárnum af óeinkennisklæddum lögreglumönnum. Bjarki var dæmdur til að greiða konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Rétt er að vara lesendur við lýsingum úr dómi héraðsdóms hér að neðan. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en vel á þriðja ár er liðið frá því brotin áttu sér stað. Bjarki og konan voru kunningjar og voru bæði að skemmta sér á páskadegi þann 9. apríl 2023. Konan viðurkenndi að hafa haft áhuga á Bjarka og sendi honum skilaboð eftir að hann hélt heim úr partíinu í morgunsárið. Í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum sem voru meðal gagna málsins sagðist Bjarki vera öfgafullur í kynlífi og teldi að hún myndi ekki skilja á hvaða stigi. Konan gaf í skyn að hún gæti komið honum á óvart, vildi láta taka af sér völdin og að hún vildi skilja hvað hann væri eiginlega að tala um. Fór svo að hún fór í heimsókn til hans. Ekkert hafi getað búið hana undir ofbeldið Bjarki og konan eru að miklu leyti sammála um hvað fór fram á heimili hans nema að því mikilvæga leyti að Bjarki taldi sig hafa leyfi til athafna sinna en konan hafnaði því. Hún sagði ekkert hafa geta búið hana undir það sem tók á móti henni hjá Bjarka. Hann hafi svo til um leið og hún mætti sagt henni öryggisorð, farið með hana inn í herbergi og hent henni niður á gólf á hnén. Rifið hana úr fötum og slegið í andlitið. Hann hefði svo lyft henni upp með höndunum og haldið um háls hennar. Hún taldi barsmíðar sem fylgdu hafa staðið yfir í einn og hálfan klukkutíma en Bjarki taldi um skemmri tíma hafa verið að ræða. Á þeim tíma hefði Bjarki kyrkt hana margoft, slegið hana ítrekað og höfuð hennar farið utan í vegg. Hann hefði haldið kodda yfir andliti hennar og stungið fingrum í leggöng. Það hefði gerst í miðjum barsmíðum og hún ekki munað nákvæmlega hvað var í gangi. Þá hefði hann hrækt á hana, haldið henni með hné niðri og fullnægt sér yfir andlit hennar. Áfengi, MDMA og kókaín Varðandi upplýsingar sem Bjarki hefði veitt henni um að hann væri öfgafullur í kynlífi í skilaboðum þeirra á milli í aðdragandanum sagðist konan hafa talið hann vera að spila sig stóran, hún hefði tekið því sem daðri og átt von á að vera slegin á rassinn. Þá sagðist konan hafa verið undir miklum áhrifum áfengis auk MDMA og kókaíns sem mældust leifar af í sýni á bráðamóttöku daginn eftir. Konan sagðist einfaldlega hafa frosið og varla náð andanum á meðan á öllu saman gekk. Á einum tímapunkti hefði hún náð að hvísla öryggisorðið, Bjarki slakað á í örskotsstund en svo hefði allt haldið áfram. Á tímabili, þegar hann hefði kyrkt hana, hefði hún talið að hún myndi láta lífið. Eftir allt saman spurði hún Bjarki nokkurra spurninga um BDSM-kynlíf áður en hún hélt heim. Það var ekki fyrr en eftir myndsímtal við vinkonu daginn eftir, sem tók eftir áverkum á andliti konunnar, að hún fylgdi ráðum hennar og leitaði á Neyðarmóttöku. Áverkarnir voru miklir en konan var greind með yfirborðsáverka á höfði, tognun og ofreynslu á hálshrygg, rifbrot, tognun og ofreynslu á axlarlið, lendarhrygg og mjaðmagrind auk heyrnartaps. Í vottorði læknis á bráðamóttöku var rakið að um væri að ræða alvarlega líkamsárás þar sem herrt var að hálsi auk fleiri höfuðhögga og annarra högga. Sagðist hafa fylgt fyrirmælum konunnar Bjarki byggði málsvörn sína á því að hann hefði farið að fyrirmælum konunnar sem hefði sagst vilja upplifa valdaleysi. Hann hefði ekki orðið var við neitt óvanalegt fyrir utan eitt skipti þegar konan notaði öryggisorðið. Taldi dómurinn að miðað við skilaboð þeirra í aðdragandanum hefði Bjarki í mesta lagi mátt skilja konuna sem svo að hann mætti slá hana og taka kyrkingartaki. Hann hefði ekki haft neinar forsendur til að ætla að hann mætti beita því afli sem raunin varð. Þá var því hafnað að með því að nota öryggisorðið fælist samþykki fyrir þátttöku í kynlífi. Þá benti dómarinn á að Bjarki hefði mátt vita að konan var undir áhrifum og óvarlegt af honum að telja að hún hefði verið í ástandi til að gefa samþykki fyrir líkamsmeiðingum. Taldi dómurinn ljóst að hann fór langt umfram þau mörk sem konan hafði samþykkt. Konan lagði fram kæru rúmum tveimur vikum eftir að brotin áttu sér stað. Hún var í fyrstu ekki á þeim buxunum að kæra, var tíma að átta sig á því hvað hefði átt sér stað og hefði til að skilja það betur rætt við fólk hjá BDSM-félaginu. Þá hefði verið útskýrt fyrir henni að það sem hún hefði upplifað væri ekki BDSM enda ekki eðlilegt að þurfa að leita sér læknisþjónustu eftir þátttöku í BDSM-kynlífi. Raunar hefðu allar reglur verið brotnar í upphafi, ekki verið sett skýr mörk, samþykki og slíkt ætti ekki að gera undir áhrifum. Með kynferðisbrot á samviskunni Dómari taldi sannað að Bjarki hefði gerst sekur um nauðgun. Honum hefði ekki getað dulist að með hegðun sinni væri hann að þvinga konuna til kynmaka og beita hana grófu og alvarlegu ofbeldi sem konan hafi ekki getað varist. Var hann dæmdur í fimm ára fangelsi og litið til þess að hann hefði árið 2020 verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Konan sagði atvikið hafa haft mjög mikil áhrif á líf hennar. Hún hefði verið að skrifa lokaritgerð í skóla en ekki náð að ljúka henni eða útskrifast. Andleg og líkamleg heilsa hefði verið slæm og haft áhrif á samskipti við annað fólk. Vinkona hennar staðfesti þetta, hún hefði verið kvenskörungur en héldi sér nú til hlés. Konan sagðist enn óvinnufær og framfleyta sér á endurhæfingarlífeyri. Hún finni tveimur árum síðar enn til í hálsi, öxlum og vegna rifbeinsbrots. Þannig fái hún daglega áminningu um hörmungarnar sem gerðust. Heyrnartap hefði ekki gengið fyllilega til baka og hún reiknað með að sækja um örorku. Af hálfu Bjarka var lagt fram vottorð sálfræðings um að hann hefði í lok árs 2020 óskað eftir meðferð hjá Heimilisfriði, sótt 38 viðtalstíma, tekið fulla ábyrgð á hegðun sinni og sýnt mikinn vilja til að læra og gera betur. Hann hefði útskrifast í desember 2022 og síðan sótt viðtöl til eftirfylgni og stuðnings. Þá greindi DV frá því í gær að Bjarki hefði sótt sálfræðimeðferð eftir að hafa verið handtekinn á skrifstofum Heimildarinnar í miðbæ Reykjavíkur í maí 2023. Bjarki var áskriftarsölustjóri hjá Heimildinni og var hann leiddur út af staðnum í handjárnum af óeinkennisklæddum lögreglumönnum. Bjarki var dæmdur til að greiða konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira