Skrautlegi þjálfarinn sem kallaði sig „winner“ en tapaði nær öllum leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 14:01 Urban Meyer var rekinn sem þjálfari Jacksonville Jaguars í gær. AP/Gary McCullough Jacksonville Jaguars rak í gær þjálfara sinn Urban Meyer en hann náði aðeins að stýra þrettán leikjum hjá félaginu áður en hann þurfti að taka pokann sinn. Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira