EY kaupir vottunarstofuna iCert Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 17:01 Lilja Pálsdóttir, Jón Karlsson, Margrét Pétursdóttir, Sigurður Harðarson og Guðmundur Sigbergsson. Aðsend Ernst & Young ehf. (EY) hefur keypt allt hlutafé í vottunarstofunni iCert ehf. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður þann 10. desember síðastliðinn. Að sögn EY er markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu fyrirtækisins og útvíkka starfsemina enn frekar með áherslu á óháða staðfestingarvinnu og vottanir. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, mun leiða uppbyggingu félagsins á þessu sviði en auk þess mun Guðmundur Sigbergsson, einn stofnanda vottunarstofunnar, veita ráðgjöf við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EY sem segir að iCert hafi verið leiðandi í jafnlaunavottun fyrirtækja undanfarin ár, auk þess að bjóða upp á vottanir meðal annars út frá umhverfisstjórnunarkerfum, ISO stöðlum og Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vottunarstofan hafi einnig þróað aðferðafræði til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi og hjálpa við ábyrga kolefnisjöfnun. Hyggst EY að halda þeirri þróun áfram í samstarfi við innlenda lykilhagaðila og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Vilja miðla þekkingu á jafnlaunavottun á alþjóðavísu „Félögin tvö, EY og iCert, eru með sameiginlega sýn með tilliti til óháðrar staðfestingar og vottana og trúa á mikilvægi slíkra staðfestinga til þess að efla traust, trúverðugleika og gagnsæi á markaði með því að stuðla að áreiðanlegri sjálfbærri upplýsingagjöf fyrirtækja. Við erum spennt fyrir því að starfa undir merkjum EY sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála á heimsvísu sem og hér á landi. Við munum leggja mikla áherslu á að byggja upp vottunar- og staðfestingarþjónustu til að gera hana enn betri fyrir viðskiptavini okkar og við hlökkum til vegferðarinnar.“ segir Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, í tilkynningu. Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, segir afar ánægjulegt að fá félagið til liðs við fyrirtækið. EY leggi áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum. „Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf, staðfestingarvinnu og vottunum hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þessa þætti hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á þessum sviðum um allan heim. Við þessa þekkingu bætist nú við aukin reynsla á sviði jafnlaunavottunar sem við munum miðla á alþjóðavísu. Við erum því full tilhlökkunar að halda áfram á þessari vegferð og styðja enn frekar við viðskiptavini okkar,” segir Margrét. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Að sögn EY er markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu fyrirtækisins og útvíkka starfsemina enn frekar með áherslu á óháða staðfestingarvinnu og vottanir. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, mun leiða uppbyggingu félagsins á þessu sviði en auk þess mun Guðmundur Sigbergsson, einn stofnanda vottunarstofunnar, veita ráðgjöf við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EY sem segir að iCert hafi verið leiðandi í jafnlaunavottun fyrirtækja undanfarin ár, auk þess að bjóða upp á vottanir meðal annars út frá umhverfisstjórnunarkerfum, ISO stöðlum og Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vottunarstofan hafi einnig þróað aðferðafræði til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi og hjálpa við ábyrga kolefnisjöfnun. Hyggst EY að halda þeirri þróun áfram í samstarfi við innlenda lykilhagaðila og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Vilja miðla þekkingu á jafnlaunavottun á alþjóðavísu „Félögin tvö, EY og iCert, eru með sameiginlega sýn með tilliti til óháðrar staðfestingar og vottana og trúa á mikilvægi slíkra staðfestinga til þess að efla traust, trúverðugleika og gagnsæi á markaði með því að stuðla að áreiðanlegri sjálfbærri upplýsingagjöf fyrirtækja. Við erum spennt fyrir því að starfa undir merkjum EY sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála á heimsvísu sem og hér á landi. Við munum leggja mikla áherslu á að byggja upp vottunar- og staðfestingarþjónustu til að gera hana enn betri fyrir viðskiptavini okkar og við hlökkum til vegferðarinnar.“ segir Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, í tilkynningu. Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, segir afar ánægjulegt að fá félagið til liðs við fyrirtækið. EY leggi áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum. „Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf, staðfestingarvinnu og vottunum hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þessa þætti hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á þessum sviðum um allan heim. Við þessa þekkingu bætist nú við aukin reynsla á sviði jafnlaunavottunar sem við munum miðla á alþjóðavísu. Við erum því full tilhlökkunar að halda áfram á þessari vegferð og styðja enn frekar við viðskiptavini okkar,” segir Margrét.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira