
Kaup og sala fyrirtækja

Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar
Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða
Alvotech hefur keypt þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma AB (“Xbrane”). Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna, um 3,6 milljarðar íslenskra króna.

Freista þessa að selja Frumherja og um fimm milljarða fasteignasafn
Frumherji hefur verið sett í formlegt söluferli en eigendur félagsins, sem er umsvifamest á Íslandi á sviði skoðana og prófana á meðal annars bifreiðum, áforma einnig að selja frá sér fasteignasafnið sem telur yfir átta þúsund fermetra. Núverandi hluthafar Frumherja eignuðust fyrirtækið að fullu fyrir fáeinum árum þegar þeir keyptu út meðfjárfesta sína.

Kaupir Horn III út úr Líflandi
Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur skrifað undir kaupsamning um sölu á helmingshlut í Líflandi. Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands.

Sigurlaug selur alla hluti sína í ION Hotels og fasteignafélaginu Hengli
Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn.

Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna
Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna.

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Góa hefur keypt allan tækjabúnað Omnom og mun hefja framleiðslu á Omnom súkkulaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða
Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna.

Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja.

Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, hefur selt allan 5,2 prósenta hlut sinn í Skel fjárfestingafélagi. Söluverðið er rúmir tveir milljarðar.

Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA
Jón Pálmason hefur keypt helmingshlut Sigurðar Gísla Pálmasonar, bróður hans, í Miklatorgi hf., sem rekur IKEA hér á landi.

Björn Brynjúlfur selur Moodup
Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga.

Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein
Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir.

Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima
Gengið hefur verið frá samkomulagi um helstu skilmála um kaup Heima á öllu hlutafé Grósku ehf.og Gróðurhússins ehf.. Gróska ehf. á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Heildarvirði viðskiptanna er metið á 13,85 milljarða króna. Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson verða stærstu eigendur Heima eftir viðskiptin.

Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna.

Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert
Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015.

Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss
Samkeppniseftirlitið segir skýringar Styrkáss á því að hætt var við kaup félagins á Krafti ekki í samræmi við þær skýringar sem félagið gáfu eftirlitinu. Félögin hafi óskað trúnaðar um þær skýringar.

Til skoðunar að selja almenningi bankann
Fjármálaráðherra segir koma til greina að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur í almennu hlutafjárútboði. Mikilvægast sé að söluferlið verði gagnsætt og hafið yfir allan vafa.

Ekkert verður af kaupunum á Krafti
Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð.

Framtakssjóður Stefnis kaupir meirihluta hlutafjár í Internet á Íslandi
Framtakssjóðurinn SÍV IV í rekstri Stefnis hefur náð samkomulagi við hluthafa Internets á Íslandi (ISNIC), sem sér um rekstur .is lénakerfisins, um kaup á meirihluta hlutafjár í félaginu. Stærsti einstaki hluthafinn fór með þrjátíu prósenta eignarhlut fyrir viðskiptin en félagið skilaði yfir tvö hundruð milljóna rekstrarhagnaði á árinu 2023.

Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Framtakssjóðurinn SÍA IV hefur gert samkomulag um kaup á meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. (ISNIC).

Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT
Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum.

Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum
Þriggja manna stjórn útgáfufélags Heimildarinnar segir framkvæmdastjóra og ritstjóra Heimildarinnar, son og tengdadóttur Reynis Traustasonar, ekki hafa neitt með fyrirhuguð kaup félagsins á vefmiðlinum Mannlífi að gera. Stjórnarformaður segir Mannlíf fást á afar góðu verði sem ekki fæst gefið upp.

Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku.

Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi
Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar.

Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi
Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót.

Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling
Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Hann er ósáttur við dóminn og segir mennina ekki hafa unnið hjá Sling eða aðeins um skamman tíma.

Kaup Símans á Noona gengin í gegn
Síminn hefur klárað kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem sér um innlendan rekstur Noona Labs ehf en fyrirtækið heldur uppi samnefndu bókunarforriti.

Stjórnvöld þurfi að sýna að erlendir fjárfestar séu velkomnir á Íslandi
Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu.

Kapp kaupir bandarískt félag
Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp.