„Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 19:01 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir liðið eiga krefjandi verkefni fyrir hönfum. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum blaðamanna eftir að ljóst var hvaða lönd verða með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni sem hefst á næsta ári. Hann segir að þrátt fyrir að þekktustu leikmenn heims séu ekki á leið til Íslands sé um mjög krefjandi verkefni að ræða. „Mér líst bara vel á dráttinn,“ Sagði Arnar Þór í upphafi fundar. „Varðandi Þjóðadeildina þá er enginn auðveldur andstæðingur að fá, það er bara ósköp einfalt.“ „Ef við skoðum bara eitthvað sem við getum alltaf litið á, þá er það FIFA-heimslistinn. Rússarnir eru lang efstir, þeir eru í 33. sæti eða eitthvað. Svo erum við og Albanía bara á mjög svipuðum stað og Ísrael aðeins fyrir neðan okkur. Það sem er kannski jákvætt við það er að það er langt síðan við spiluðum við Rússland og langt síðan við spiluðum við Ísrael.“ „Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn og við kannski þekkjum ekkert mikið af leikmönnunum og þeim deildum sem knattspyrnuáhugamenn á Íslandi eru að fylgjast með.“ Leiknir verða fjórir leikir í júní og tveir í september, en Arnar segir að það verði mikið álag á liðinu í júlítörninni. „Eins og ég sagði þá eru engir auðveldir andstæðingar í þessu og mér líst bara vel á þetta. Við bíðum bara spennt eftir að vita hvernig leikjaniðurröðunin verður og við fáum hana á morgun frá UEFA.“ „Eins og allir vita þá eru fjórir leikir í júní og tveir í september. Við höfum ekekrt með leikjaniðurröðun að gera þannig að við gætum lent í því að byrja á Íslandi, fara til útlanda, koma aftur til Íslands og fara svo aftur til útlanda.“ „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okakr batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ „Getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021“ Eftir að hafa verið í um ár í starfi sem aðalþjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu var Arnar spurður út í það hvort að hann fari með einhverja pressu inn í þetta verkefni. Arnar segist alltaf setja „Það er alltaf pressa að skila úrslitum og ég set alltaf pressu á sjálfan mig að skila úrslitum, það er eitthvað sem allir íþróttamenn gera. Við viljum fara inn í hvern einasta leik til þess að ná í úrslit. Við verðum að nota æfingaleiki í janúar og mars til að halda áfram að mynda þennan hóp og stærsta verkefnið fyrir 2022 er að reyna að mynda ákveðið mengi af leikmönnum sem eru að spila flesta leikina.“ „Við getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021 þar sem va rosalega mikið rót á liðinu. Þá er ég að tala um að fara frá því að vera með elsta liðið í mars í það að vera með yngsta liðið í nóvember. Og að nota rosalega marga leikmenn á einu ári, það er eitthvað sem við viljum forðast.“ „Það er þessi vinna sem er stærsti hlutinn af þessari þróum sem við erum alltaf búnir að vera að tala um í ár.“ Arnar talaði einnig um að markmið liðsins sé að halda sér á þeim stað sem það er núna, í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Að sjálfsögðu er pressa. Við viljum halda okkur í B-deildinni. Bara að horfa á þennan riðil, þá vitum við að það verður ekkert auðvelt. Þegar við horfum á C-deildina þá sjáum við að þar eru lið eins og Tyrkland. Þannig að þetta er bara mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni, og í rauninni frábært verkefni til þess að kenna ungu liði að sækja úrslit.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
„Mér líst bara vel á dráttinn,“ Sagði Arnar Þór í upphafi fundar. „Varðandi Þjóðadeildina þá er enginn auðveldur andstæðingur að fá, það er bara ósköp einfalt.“ „Ef við skoðum bara eitthvað sem við getum alltaf litið á, þá er það FIFA-heimslistinn. Rússarnir eru lang efstir, þeir eru í 33. sæti eða eitthvað. Svo erum við og Albanía bara á mjög svipuðum stað og Ísrael aðeins fyrir neðan okkur. Það sem er kannski jákvætt við það er að það er langt síðan við spiluðum við Rússland og langt síðan við spiluðum við Ísrael.“ „Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn og við kannski þekkjum ekkert mikið af leikmönnunum og þeim deildum sem knattspyrnuáhugamenn á Íslandi eru að fylgjast með.“ Leiknir verða fjórir leikir í júní og tveir í september, en Arnar segir að það verði mikið álag á liðinu í júlítörninni. „Eins og ég sagði þá eru engir auðveldir andstæðingar í þessu og mér líst bara vel á þetta. Við bíðum bara spennt eftir að vita hvernig leikjaniðurröðunin verður og við fáum hana á morgun frá UEFA.“ „Eins og allir vita þá eru fjórir leikir í júní og tveir í september. Við höfum ekekrt með leikjaniðurröðun að gera þannig að við gætum lent í því að byrja á Íslandi, fara til útlanda, koma aftur til Íslands og fara svo aftur til útlanda.“ „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okakr batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ „Getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021“ Eftir að hafa verið í um ár í starfi sem aðalþjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu var Arnar spurður út í það hvort að hann fari með einhverja pressu inn í þetta verkefni. Arnar segist alltaf setja „Það er alltaf pressa að skila úrslitum og ég set alltaf pressu á sjálfan mig að skila úrslitum, það er eitthvað sem allir íþróttamenn gera. Við viljum fara inn í hvern einasta leik til þess að ná í úrslit. Við verðum að nota æfingaleiki í janúar og mars til að halda áfram að mynda þennan hóp og stærsta verkefnið fyrir 2022 er að reyna að mynda ákveðið mengi af leikmönnum sem eru að spila flesta leikina.“ „Við getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021 þar sem va rosalega mikið rót á liðinu. Þá er ég að tala um að fara frá því að vera með elsta liðið í mars í það að vera með yngsta liðið í nóvember. Og að nota rosalega marga leikmenn á einu ári, það er eitthvað sem við viljum forðast.“ „Það er þessi vinna sem er stærsti hlutinn af þessari þróum sem við erum alltaf búnir að vera að tala um í ár.“ Arnar talaði einnig um að markmið liðsins sé að halda sér á þeim stað sem það er núna, í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Að sjálfsögðu er pressa. Við viljum halda okkur í B-deildinni. Bara að horfa á þennan riðil, þá vitum við að það verður ekkert auðvelt. Þegar við horfum á C-deildina þá sjáum við að þar eru lið eins og Tyrkland. Þannig að þetta er bara mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni, og í rauninni frábært verkefni til þess að kenna ungu liði að sækja úrslit.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti