Arnari varð ekki að ósk sinni: Ferðast 17.000 kílómetra á tveimur vikum Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 11:31 Arnar Þór Viðarsson verður á faraldsfæti í júní þegar keppni í Þjóðadeildinni hefst með fjórum leikjum á tveimur vikum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Ef horft er til ferðakostnaðar og koltvísýringslosunar þá hefði niðurstaðan varðandi íslenska landsliðið vart getað orðið verri þegar dregið var í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í fótbolta í gær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hjálpar svo ekki til með leikjaniðurröðun sinni. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní.
Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira