Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 21:50 Haukar fara inn úr jólafríið í 2. sæti Olís-deildar karla. vísir/vilhelm Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. Mosfellingar fengu tækifæri til að jafna í lokasókn sinni en skot Birkis Benediktssonar fór í stöngina. Afturelding, sem er án sigurs í síðustu sex leikjum í deild og bikar, er í 7. sæti Olís-deildarinnar. Haukar eru aftur á móti í 2. sætinu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Adam Haukur Baumruk skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hauka og Heimir Óli Heimisson fimm. Aron Rafn Eðvarðsson varði tólf skot í marki heimamanna (32 prósent). Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Þorsteinn Leó Gunnarsson sex. Sá síðarnefndi fékk sína þriðju brottvísun um miðbik seinni hálfleiks. Andri Sigmarsson Scheving varði sextán skot í marki gestanna, eða 37 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bæði lið voru verulega ryðguð í sókninni í byrjun leiks, þá sérstaklega Haukar. Darri Aronsson skaut og skaut án nokkurs árangurs og það tók heimamenn átta mínútur að skora sitt fyrsta mark. Afturelding var með frumkvæðið framan af og komst í 3-5. Haukar tóku sig þá taki, skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 7-5. Á þessum kafla var Afturelding í verulegum sóknarvandræðum. Á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks komst betri bragur á sóknarleik Aftureldingar sem fór að opna Haukavörnina oftar og betur. Árni Bragi jafnaði í 12-12 en Geir skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks, 13-12. Hann átti góða innkomu fyrir Ólaf Ægi Ólafsson sem náði sér ekki á strik. Haukar áttu mjög auðvelt með að skora í upphafi seinni hálfleiks og nýttu sér hraða miðju óspart. Heimamenn komust í tvígang þremur mörkum yfir og gerðu sig líklega til að stinga af. En gestirnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk í röð þegar þeir voru manni fleiri og jöfnuðu í 22-22. Lokakafli leiksins var gríðarlega spennandi. Haukar voru með frumkvæðið en Afturelding hékk alltaf í skottinu á þeim. Eftir að Árni Bragi jafnaði í 28-28 skoruðu Haukar tvö mörk í röð og voru 30-28 yfir og með boltann þegar tvær mínútur voru eftir. Adam Haukur skaut þá í slá, Árni Bragi tók frákastið, skoraði og minnkaði muninn í eitt mark, 30-29. Í næstu sókn Hauka varði Andri frá Adam Hauki og Árni Bragi tók aftur frákastið. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé þegar 24 sekúndur voru eftir. Lokasókn gestanna var frekar ráðleysisleg, boltinn endaði hjá Birki sem lét vaða en skotið hafnaði í stönginni og Haukar fögnuðu því sigri, 30-29. Af hverju unnu Haukar? Sáralítið skildi liðin að í leiknum í kvöld. Haukar voru þó kannski ívið skynsamari og gerðu færri mistök. En það var aðeins sjónarmunur á liðunum. Hverjir stóðu upp úr? Brynjólfur heldur áfram að spila stórvel, skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og stal boltanum nokkrum sinnum. Adam Haukur var öflugur sem og Heimir Óli. Árni Bragi var að venju góður hjá Aftureldingu og Þorsteinn Leó var mjög sterkur, bæði í óvenjulegri stöðu inni á línu og fyrir utan. Hans var hins vegar sárt saknað undir lokin. Birkir átti svo einn sinn besta leik í vetur og Andri varði vel. Hvað gekk illa? Darri fann engan takt og klúðraði fyrstu sjö skotunum sínum. Sem betur fer fyrir Hauka eru þeir með breiðan hóp og Adam Haukur tók stöðu Darra og skilaði flottu dagsverki. Eftir tvo góða leiki í röð datt Blær Hinriksson hressilega niður í kvöld. Hann skoraði aðeins eitt mark og spilaði ekki sóknina undir lokin. Hvað gerist næst? Liðin er nú komin í rúmlega mánaðar langt jólafrí. Þau taka aftur upp þráðinn í byrjun febrúar. Sjötta þess mánaðar fær Afturelding Selfoss í heimsókn á meðan Haukar sækja Stjörnuna heim. Brynjólfur: Þetta er kannski á pari Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði sjö mörk úr sjö skotum gegn Aftureldingu.vísir/vilhelm Brynjólfur Snær Brynjólfsson átti skínandi góðan leik þegar Haukar unnu Aftureldingu, 30-29, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn en Haukar höfðu á endanum betur. „Mér fannst við halda ró þegar þeir komu með sín áhlaup. Við vorum klókir, fiskuðum boltann nokkrum sinnum og stóðum vörnina. Það var liðsbragur á þessu,“ sagði Brynjólfur eftir leik. En hvað var hann ánægðastur með í leik Hauka í kvöld? „Vörnin í seinni hálfleik var mjög góð. Við þéttum að hana mestu leyti. Við mættum þeim vel og fórum í skotmennina þeirra. Svo var sóknin að mestu góð. Við byrjuðum illa þar en unnum okkur vel inn í þetta og svo fór vélin að malla,“ svaraði Brynjólfur. Haukar eru í 2. sæti Olís-deildarinnar með tuttugu stig, jafn mörg og topplið FH. Brynjólfur segir að Haukar fari nokkuð sáttir í jólafrí. „Það eru nokkrir leikir sitja ansi sitja ansi sárt í okkur en þetta er kannski á pari. Það eru mörg lið í deildinni sem eru ógeðslega góð og hún er jöfn,“ sagði Brynjólfur að lokum. Gunnar: Hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum Gunnar Magnússon vonast til að hans menn fari að klára jafna leiki á nýju ári.vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er orðinn vanur að mæta í viðtöl eftir jafna leiki sem hans menn fá lítið sem ekkert út úr. Í kvöld töpuðu Mosfellingar fyrir Haukum, 30-29, í hörkuleik. „Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olís-deild karla Haukar Afturelding
Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. Mosfellingar fengu tækifæri til að jafna í lokasókn sinni en skot Birkis Benediktssonar fór í stöngina. Afturelding, sem er án sigurs í síðustu sex leikjum í deild og bikar, er í 7. sæti Olís-deildarinnar. Haukar eru aftur á móti í 2. sætinu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Adam Haukur Baumruk skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hauka og Heimir Óli Heimisson fimm. Aron Rafn Eðvarðsson varði tólf skot í marki heimamanna (32 prósent). Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Þorsteinn Leó Gunnarsson sex. Sá síðarnefndi fékk sína þriðju brottvísun um miðbik seinni hálfleiks. Andri Sigmarsson Scheving varði sextán skot í marki gestanna, eða 37 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bæði lið voru verulega ryðguð í sókninni í byrjun leiks, þá sérstaklega Haukar. Darri Aronsson skaut og skaut án nokkurs árangurs og það tók heimamenn átta mínútur að skora sitt fyrsta mark. Afturelding var með frumkvæðið framan af og komst í 3-5. Haukar tóku sig þá taki, skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 7-5. Á þessum kafla var Afturelding í verulegum sóknarvandræðum. Á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks komst betri bragur á sóknarleik Aftureldingar sem fór að opna Haukavörnina oftar og betur. Árni Bragi jafnaði í 12-12 en Geir skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks, 13-12. Hann átti góða innkomu fyrir Ólaf Ægi Ólafsson sem náði sér ekki á strik. Haukar áttu mjög auðvelt með að skora í upphafi seinni hálfleiks og nýttu sér hraða miðju óspart. Heimamenn komust í tvígang þremur mörkum yfir og gerðu sig líklega til að stinga af. En gestirnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk í röð þegar þeir voru manni fleiri og jöfnuðu í 22-22. Lokakafli leiksins var gríðarlega spennandi. Haukar voru með frumkvæðið en Afturelding hékk alltaf í skottinu á þeim. Eftir að Árni Bragi jafnaði í 28-28 skoruðu Haukar tvö mörk í röð og voru 30-28 yfir og með boltann þegar tvær mínútur voru eftir. Adam Haukur skaut þá í slá, Árni Bragi tók frákastið, skoraði og minnkaði muninn í eitt mark, 30-29. Í næstu sókn Hauka varði Andri frá Adam Hauki og Árni Bragi tók aftur frákastið. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé þegar 24 sekúndur voru eftir. Lokasókn gestanna var frekar ráðleysisleg, boltinn endaði hjá Birki sem lét vaða en skotið hafnaði í stönginni og Haukar fögnuðu því sigri, 30-29. Af hverju unnu Haukar? Sáralítið skildi liðin að í leiknum í kvöld. Haukar voru þó kannski ívið skynsamari og gerðu færri mistök. En það var aðeins sjónarmunur á liðunum. Hverjir stóðu upp úr? Brynjólfur heldur áfram að spila stórvel, skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og stal boltanum nokkrum sinnum. Adam Haukur var öflugur sem og Heimir Óli. Árni Bragi var að venju góður hjá Aftureldingu og Þorsteinn Leó var mjög sterkur, bæði í óvenjulegri stöðu inni á línu og fyrir utan. Hans var hins vegar sárt saknað undir lokin. Birkir átti svo einn sinn besta leik í vetur og Andri varði vel. Hvað gekk illa? Darri fann engan takt og klúðraði fyrstu sjö skotunum sínum. Sem betur fer fyrir Hauka eru þeir með breiðan hóp og Adam Haukur tók stöðu Darra og skilaði flottu dagsverki. Eftir tvo góða leiki í röð datt Blær Hinriksson hressilega niður í kvöld. Hann skoraði aðeins eitt mark og spilaði ekki sóknina undir lokin. Hvað gerist næst? Liðin er nú komin í rúmlega mánaðar langt jólafrí. Þau taka aftur upp þráðinn í byrjun febrúar. Sjötta þess mánaðar fær Afturelding Selfoss í heimsókn á meðan Haukar sækja Stjörnuna heim. Brynjólfur: Þetta er kannski á pari Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði sjö mörk úr sjö skotum gegn Aftureldingu.vísir/vilhelm Brynjólfur Snær Brynjólfsson átti skínandi góðan leik þegar Haukar unnu Aftureldingu, 30-29, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn en Haukar höfðu á endanum betur. „Mér fannst við halda ró þegar þeir komu með sín áhlaup. Við vorum klókir, fiskuðum boltann nokkrum sinnum og stóðum vörnina. Það var liðsbragur á þessu,“ sagði Brynjólfur eftir leik. En hvað var hann ánægðastur með í leik Hauka í kvöld? „Vörnin í seinni hálfleik var mjög góð. Við þéttum að hana mestu leyti. Við mættum þeim vel og fórum í skotmennina þeirra. Svo var sóknin að mestu góð. Við byrjuðum illa þar en unnum okkur vel inn í þetta og svo fór vélin að malla,“ svaraði Brynjólfur. Haukar eru í 2. sæti Olís-deildarinnar með tuttugu stig, jafn mörg og topplið FH. Brynjólfur segir að Haukar fari nokkuð sáttir í jólafrí. „Það eru nokkrir leikir sitja ansi sitja ansi sárt í okkur en þetta er kannski á pari. Það eru mörg lið í deildinni sem eru ógeðslega góð og hún er jöfn,“ sagði Brynjólfur að lokum. Gunnar: Hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum Gunnar Magnússon vonast til að hans menn fari að klára jafna leiki á nýju ári.vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er orðinn vanur að mæta í viðtöl eftir jafna leiki sem hans menn fá lítið sem ekkert út úr. Í kvöld töpuðu Mosfellingar fyrir Haukum, 30-29, í hörkuleik. „Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti