Erlent

Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Níu börn voru í kastalanum þegar hann hófst á loft. Ástand tveggja er sagt alvarlegt en einn hefur fengið að fara heim.
Níu börn voru í kastalanum þegar hann hófst á loft. Ástand tveggja er sagt alvarlegt en einn hefur fengið að fara heim. AP

Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist.

Níu börn voru að leik í hoppukastalanum þegar vindhviða feykti honum upp í loft. Börnin féllu úr kastalanum, úr 10 metra hæð. Tvö börn eru enn alvarlega haldin á Royal Hobart Hospital en eitt barn hefur fengið að fara heim.

Rannsókn málsins stendur yfir en lögregla segir meðal annars unnið að því að ræða við vitni og kanna veðuraðstæður þegar slysið átti sér stað. Sérfræðingar verða sendir frá Nýju Suður-Wales til að ræða við börn sem voru viðstödd og urði vitni að slysinu.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu hefur tilkynnt að stjórnvöld muni tryggja fjármagn til að kosta áfallahjálp fyrir viðbragðsaðila og samfélagið á staðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×