Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2021 11:31 Afganir skoða skemmdirnar eftir drónaárás Bandaríkjamanna í águst síðastliðnum sem varð tíu almennum borgurum að bana. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. Þetta eru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarvinnu blaðamanna New York Times, sem fóru yfir þúsundir leynilegra gagna frá Pentagon og heimsóttu fleiri en hundrað skotmörk drónaárása. Miðillinn segir nýleg klúður langt í frá undantekningar frá vel skipulögðum aðgerðum. NY Times greindi frá því í september síðastliðnum að þegar bandarískir embættismenn sögðust hafa eyðilagt farartæki hlaðið sprengjum, þá var raunveiruleikinn sá að tíu manna fjölskylda hefði farist í árásinni. Og í nóvember var greint frá því að tugir hefðu látist í árásum í Sýrlandi, sem herinn hafði reynt að hylma yfir. Bandarísk hermálayfirvöld segja 1.417 almenna borgara hafa látið lífið í loftárásum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og 188 hafa fallið frá 2018 í árásum í Afganistan. Rannsókn NY Times bendir hins vegar til þess að fjöldi látinna sé mun hærri og að hann hafi ítrekað verið vanmetinn. Eitt alvarlegasta dæmið varðar árás á Tokhar í Sýrlandi árið 2016. Þá sagðist herinn hafa ráðist á þrjár bækistöðvar Ríkis íslams og að fjöldi liðsmanna samtakanna hefði fallið. Rannsókn á vegnum hersins komst að þeirri niðurstöðu að sjö tli 24 almennir borgara sem voru meðal liðsmanna hryðjuverkasamtakanna hefðu fallið en rannsókn NY Times leiddi í ljós að í húsunum sem sprengd voru í loft upp hafði fjöldi fjölskyldna leitað skjóls. Raunverulegur fjöldi látinna almennra borgara væri nær 120. Ahmad Qassim heimsækir son sinn á sjúkrahús. Sex fjölskyldumeðlimir særðust í drónaárás Bandaríkjamanna fyrr í desember.AP/Ghaith Alsayed Rannsókn miðilsins leiddi einnig í ljós að herinn hefði í aðeins eitt skipti af 1.311 komist að þeirri niðurstöðu að mögulega hefðu reglur verið brotnar og þá voru bætur greiddar í um aðeins um tíu tilvika. Í flest skipti voru sömu menn og höfðu fyrirskipað árás ábyrgir fyrir rannsókn umræddrar árásar og aðeins einu sinni var vettvangur árásarinnar heimsóttur. Þá var aðeins í tvö skipti rætt við eftirlifendur eða vitni. Skyndiákvarðanir millistjórnenda Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði árið 2014 að hernaði Bandaríkjamanna í Afganistan á jörðu niðri væri að mestu lokið og hóf á sama tíma röð loftárása með drónum. Á valdatíma hans og Donalds Trump framkvæmdu Bandaríkjamenn fleiri en 50 þúsund loftárásir í Írak, Sýrlandi og Afganistan. Samkvæmt NY Times varð þróunin sú að ákvarðanir um árásirnir, sem upphaflega voru teknar af háttsettum yfirmönnum innan hersins, voru oftar en ekki teknar af lægra settum einstaklingum og lítt skipulagðar. Blaðamenn NY Times segja enn fremur að gögn hafi oftar en ekki verið túlkuð í takt við það sem menn höfðu gefið sér fyrirfram. Fólk sem flykktist að vettvangi var til að mynda talið vera liðsmenn Ríkis íslams en ekki viðbragðsaðilar. Þá voru menn á mótorhjólum sagðir sýna hegðun sem gæfi til kynna yfirvofandi árás en reyndust einfaldlega menn á mótorhjólum. Þá var ekki tekið tillit til menningarlegra þátta; til dæmis voru hús ætluð mannlaus á sama tíma og fjölskyldur lágu þar inni og hvíldu sig á Ramadan, eða voru að skýla sér frá hita og átökum. Rannsókn NY Times leiddi einnig í ljós að lofthernaðurinn hafði oft mun meiri áhrif en ætlað var og að ekki var gert ráð fyrir sprengingum og skaða sem gæti mögulega orðið í kjölfar sprengjuárása. Þannig var tali að árás á bílasprengjuverksmiðju í Írak árið 2015 myndi mögulega hafa áhrif á skúr sem stóð nálægt. Svæðið var hins vegar umkringt íbúðarhúsum og fjöldi fólks dvaldi í nágrenninu. Að minnsta kosti 70 almennir borgarar létust í árásinni. Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Bandaríkin Írak Sýrland Afganistan Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þetta eru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarvinnu blaðamanna New York Times, sem fóru yfir þúsundir leynilegra gagna frá Pentagon og heimsóttu fleiri en hundrað skotmörk drónaárása. Miðillinn segir nýleg klúður langt í frá undantekningar frá vel skipulögðum aðgerðum. NY Times greindi frá því í september síðastliðnum að þegar bandarískir embættismenn sögðust hafa eyðilagt farartæki hlaðið sprengjum, þá var raunveiruleikinn sá að tíu manna fjölskylda hefði farist í árásinni. Og í nóvember var greint frá því að tugir hefðu látist í árásum í Sýrlandi, sem herinn hafði reynt að hylma yfir. Bandarísk hermálayfirvöld segja 1.417 almenna borgara hafa látið lífið í loftárásum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og 188 hafa fallið frá 2018 í árásum í Afganistan. Rannsókn NY Times bendir hins vegar til þess að fjöldi látinna sé mun hærri og að hann hafi ítrekað verið vanmetinn. Eitt alvarlegasta dæmið varðar árás á Tokhar í Sýrlandi árið 2016. Þá sagðist herinn hafa ráðist á þrjár bækistöðvar Ríkis íslams og að fjöldi liðsmanna samtakanna hefði fallið. Rannsókn á vegnum hersins komst að þeirri niðurstöðu að sjö tli 24 almennir borgara sem voru meðal liðsmanna hryðjuverkasamtakanna hefðu fallið en rannsókn NY Times leiddi í ljós að í húsunum sem sprengd voru í loft upp hafði fjöldi fjölskyldna leitað skjóls. Raunverulegur fjöldi látinna almennra borgara væri nær 120. Ahmad Qassim heimsækir son sinn á sjúkrahús. Sex fjölskyldumeðlimir særðust í drónaárás Bandaríkjamanna fyrr í desember.AP/Ghaith Alsayed Rannsókn miðilsins leiddi einnig í ljós að herinn hefði í aðeins eitt skipti af 1.311 komist að þeirri niðurstöðu að mögulega hefðu reglur verið brotnar og þá voru bætur greiddar í um aðeins um tíu tilvika. Í flest skipti voru sömu menn og höfðu fyrirskipað árás ábyrgir fyrir rannsókn umræddrar árásar og aðeins einu sinni var vettvangur árásarinnar heimsóttur. Þá var aðeins í tvö skipti rætt við eftirlifendur eða vitni. Skyndiákvarðanir millistjórnenda Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði árið 2014 að hernaði Bandaríkjamanna í Afganistan á jörðu niðri væri að mestu lokið og hóf á sama tíma röð loftárása með drónum. Á valdatíma hans og Donalds Trump framkvæmdu Bandaríkjamenn fleiri en 50 þúsund loftárásir í Írak, Sýrlandi og Afganistan. Samkvæmt NY Times varð þróunin sú að ákvarðanir um árásirnir, sem upphaflega voru teknar af háttsettum yfirmönnum innan hersins, voru oftar en ekki teknar af lægra settum einstaklingum og lítt skipulagðar. Blaðamenn NY Times segja enn fremur að gögn hafi oftar en ekki verið túlkuð í takt við það sem menn höfðu gefið sér fyrirfram. Fólk sem flykktist að vettvangi var til að mynda talið vera liðsmenn Ríkis íslams en ekki viðbragðsaðilar. Þá voru menn á mótorhjólum sagðir sýna hegðun sem gæfi til kynna yfirvofandi árás en reyndust einfaldlega menn á mótorhjólum. Þá var ekki tekið tillit til menningarlegra þátta; til dæmis voru hús ætluð mannlaus á sama tíma og fjölskyldur lágu þar inni og hvíldu sig á Ramadan, eða voru að skýla sér frá hita og átökum. Rannsókn NY Times leiddi einnig í ljós að lofthernaðurinn hafði oft mun meiri áhrif en ætlað var og að ekki var gert ráð fyrir sprengingum og skaða sem gæti mögulega orðið í kjölfar sprengjuárása. Þannig var tali að árás á bílasprengjuverksmiðju í Írak árið 2015 myndi mögulega hafa áhrif á skúr sem stóð nálægt. Svæðið var hins vegar umkringt íbúðarhúsum og fjöldi fólks dvaldi í nágrenninu. Að minnsta kosti 70 almennir borgarar létust í árásinni. Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Bandaríkin Írak Sýrland Afganistan Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira