Tiger Woods og sonur hans náðu ellefu fuglum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 17:00 Tiger Woods faðmar son sinn Charlie Woods efir lokapúttið á átjándu holunni. AP/Scott Audette Tiger Woods og Charlie settu á svið sannkallaða golfsýningu á seinni deginum á PNC Championship fjölskyldumótinu en urðu á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Daly feðgunum. Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í Orlando um helgina þar sem hann lék við hlið sonar síns í scramble höggleik. Tiger ætlaði sér að hafa gaman af því að spila með syni sínum og að forðast það að fá skolla. Það tókst heldur betur hjá honum. Þeir feðgar áttu einkar góðan seinni dag þar sem þeir náðu meðal annars fugli á ellefu holum í röð. Það endaði loks á átjándu holunni þar sem þurftu örn til að komast í efsta sætið. Báðir vippuðu framhjá holunni. Það breytti ekki því að Tiger og Charlie léku seinni átján holurnar á 56 höggum eða fimmtán höggum undir pari. Þeir náðu þrettán fuglum, einum erni og pöruðu síðan fjórar holur. John Daly og sonur hans John II unnu þar með mótið með tveimur höggum eftir að hafa spilað seinni daginn á 57 höggum. Þeir léku á 27 höggum undir pari samanlagt. Með þessari spilamennsku slógu þeir met Davis Love III og sonar hans frá því fyrir þremur árum. Það þurfti metframmistöðu til að vinna Woods-feðga. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Við vorum orðnir heitir þarna og Charlie var að hitta kúluna ótrúlega vel. Það hefði auðvitað haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna,“ viðurkenndi Tiger en það skipti líka miklu máli að hann gat spilað þessa helgi. „Sú staðreynd að við gátum fengið þetta tækifæri í ár þegar fyrir aðeins nokkrum vikum vissi ég ekki hvort ég gæti þetta, en hér erum við. Ég naut þess í botn en vildi bara að ég hefði getað gengið brautirnar með honum og verið við hlið hans allan tímann eins og í fyrra,“ sagði Tiger sem fór um á golfbíl. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa rústað fæti sínum í bílslysi í febrúar. Tiger gekk síðustu metrana á lokaholunni en það fór ekkert á milli mála að hann fann meira og meira fyrir vinstri fætinum eftir því sem leið á mótið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Golf Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í Orlando um helgina þar sem hann lék við hlið sonar síns í scramble höggleik. Tiger ætlaði sér að hafa gaman af því að spila með syni sínum og að forðast það að fá skolla. Það tókst heldur betur hjá honum. Þeir feðgar áttu einkar góðan seinni dag þar sem þeir náðu meðal annars fugli á ellefu holum í röð. Það endaði loks á átjándu holunni þar sem þurftu örn til að komast í efsta sætið. Báðir vippuðu framhjá holunni. Það breytti ekki því að Tiger og Charlie léku seinni átján holurnar á 56 höggum eða fimmtán höggum undir pari. Þeir náðu þrettán fuglum, einum erni og pöruðu síðan fjórar holur. John Daly og sonur hans John II unnu þar með mótið með tveimur höggum eftir að hafa spilað seinni daginn á 57 höggum. Þeir léku á 27 höggum undir pari samanlagt. Með þessari spilamennsku slógu þeir met Davis Love III og sonar hans frá því fyrir þremur árum. Það þurfti metframmistöðu til að vinna Woods-feðga. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Við vorum orðnir heitir þarna og Charlie var að hitta kúluna ótrúlega vel. Það hefði auðvitað haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna,“ viðurkenndi Tiger en það skipti líka miklu máli að hann gat spilað þessa helgi. „Sú staðreynd að við gátum fengið þetta tækifæri í ár þegar fyrir aðeins nokkrum vikum vissi ég ekki hvort ég gæti þetta, en hér erum við. Ég naut þess í botn en vildi bara að ég hefði getað gengið brautirnar með honum og verið við hlið hans allan tímann eins og í fyrra,“ sagði Tiger sem fór um á golfbíl. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa rústað fæti sínum í bílslysi í febrúar. Tiger gekk síðustu metrana á lokaholunni en það fór ekkert á milli mála að hann fann meira og meira fyrir vinstri fætinum eftir því sem leið á mótið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Golf Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira