Börn og lyfjatilraunir Þorsteinn Siglaugsson skrifar 20. desember 2021 09:30 Undanfarnar vikur og mánuði hefur harður áróður verið rekinn fyrir bólusetningu ungra barna við Covid-19. Í síðustu viku var gefið verulega í. Fyrstur reið á vaðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með ógnvekjandi tölur um þá hættu sem börnum væri búin af Covid-19 og fjarstæðukenndar fullyrðingar um hættu á langtímaafleiðingum. Í kjölfarið birtust viðtöl við Valtý Thors barnalækni, Ásgeir Haraldsson prófessor og fleiri, sem bergmáluðu fullyrðingar Þórólfs með ýmsum tilbrigðum. Trúverðugleikinn brostinn Fljótlega kom á daginn að Þórólfur hafði tvöfaldað allar tölur í skýrslunni um innlagnir, gjörgæslumeðferð og dauðsföll barna, auk þess sem hann tók ekkert tillit til þess einungis lítill hluti raunverulegra smita greinist yfirleitt, t.d. um fjórðungur í Bandaríkjunum og á heimsvísu allt að einn tuttugasti.[i] Sé þetta tekið með í reikninginn er nær lagi að ætla að 10-20 börn hérlendis myndu leggjast á sjúkrahús ef þau smituðust öll, ekki allt að 200 líkt og Þórólfur hélt fram í upphafi. Ekkert barn myndi látast. Þórólfur hefur síðan viðurkennt ýkjurnar um þetta efni að hluta. En aðrar hefur hann ekki leiðrétt, til dæmis að 3-5 af hverjum tíu sem smitast af Covid-19 glími við alvarlegar langtímaafleiðingar. Það væru að lágmarki sex þúsund manns og vafalaust hefði nú einhver tekið eftir því! Áhætta og ávinningur Laugardaginn 18. desember, í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn bólusetningu barna, brást svo Magnús Karl Magnússon prófessor við gagnrýni á lyfjatilraunir á heilbrigðum börnum. „Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum ... nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir.“ skrifaði Magnús í pistli sem að stórum hluta var birtur á Vísi[ii]. Þar vísar hann til tilraunar Pfizer með bólusetningu ungra barna, og virtist draga þá ályktun að niðurstöður hennar staðfesti að bóluefnin séu þeim hættulaus. „Hættan af bóluefnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum“ segir hann orðrétt. En í rannsókninni er skýrt tekið fram að í henni er ekki lagt mat á hættu á sjaldgæfum eða langvinnum aukaverkunum. Heildarrannsókn Pfizer á áhrifum bóluefnisins á börn og ungt fólk lýkur raunar ekki fyrr en árið 2026.[iii] Bóluefnin fyrir ung börn eru seld undir svonefndu neyðarleyfi (e: emergency authorization) og teljast því ekki fullprófuð lyf. Sú ályktun Magnúsar að öryggi efnanna fyrir börn sé staðfest er því röng: Við fyrirhugaða bólusetningu barna verður notast við lyf á neyðarleyfi, aukaverkanir þeirra fyrir aldurshópinn eru órannsakaðar, en fyrir liggur að þau hafa leitt hafa til 75-földunar tilkynntra aukaverkana hérlendis í öðrum aldurshópum[iv]. Það er alvarlegt mál í ljósi þess hversu gríðarlega lítil hætta börnum er búin af sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri þýskri rannsókn sem nær fram í maí 2021 hefur ekkert heilbrigt 5-11 ára barn látist þar í landi vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins, svo dæmi sé nefnt.[v] Við getum fylgt fordæmi Finna Franska læknaakademían hefur nýverið mælt gegn bólusetningu heilbrigðra 5-11 ára barna.[vi] Finnsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að heilbrigð 5-11 ára börn verði almennt ekki bólusett, en börnum í áhættuhópi og þeim sem deila heimili með fólki í áhættuhópi verði boðin bólusetning.[vii] Ég hvet heilbrigðisráðherra til að skoða vel röksemdir finnskra yfirvalda fyrir þessari ákvörðun, sem mér virðist lýsa skynsemi, varkárni og virðingu fyrir hagsmunum barna. Höfundur er hagfræðingur. [i] https://www.ecdc.europa.eu/en/publications-data/interim-public-health-considerations-covid-19-vaccination-children-aged-5-11, https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/cases-updates/burden.html, https://onlinelibrary.wiley.com/doi/epdf/10.1111/eci.13554 [ii] https://www.visir.is/g/20212198020d/sannar-lega-ekki-slaemt-ad-gera-til-raunir-a-bornum [iii] https://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT04816643 [iv] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni [v] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf [vi] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en [vii] https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hefur harður áróður verið rekinn fyrir bólusetningu ungra barna við Covid-19. Í síðustu viku var gefið verulega í. Fyrstur reið á vaðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með ógnvekjandi tölur um þá hættu sem börnum væri búin af Covid-19 og fjarstæðukenndar fullyrðingar um hættu á langtímaafleiðingum. Í kjölfarið birtust viðtöl við Valtý Thors barnalækni, Ásgeir Haraldsson prófessor og fleiri, sem bergmáluðu fullyrðingar Þórólfs með ýmsum tilbrigðum. Trúverðugleikinn brostinn Fljótlega kom á daginn að Þórólfur hafði tvöfaldað allar tölur í skýrslunni um innlagnir, gjörgæslumeðferð og dauðsföll barna, auk þess sem hann tók ekkert tillit til þess einungis lítill hluti raunverulegra smita greinist yfirleitt, t.d. um fjórðungur í Bandaríkjunum og á heimsvísu allt að einn tuttugasti.[i] Sé þetta tekið með í reikninginn er nær lagi að ætla að 10-20 börn hérlendis myndu leggjast á sjúkrahús ef þau smituðust öll, ekki allt að 200 líkt og Þórólfur hélt fram í upphafi. Ekkert barn myndi látast. Þórólfur hefur síðan viðurkennt ýkjurnar um þetta efni að hluta. En aðrar hefur hann ekki leiðrétt, til dæmis að 3-5 af hverjum tíu sem smitast af Covid-19 glími við alvarlegar langtímaafleiðingar. Það væru að lágmarki sex þúsund manns og vafalaust hefði nú einhver tekið eftir því! Áhætta og ávinningur Laugardaginn 18. desember, í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn bólusetningu barna, brást svo Magnús Karl Magnússon prófessor við gagnrýni á lyfjatilraunir á heilbrigðum börnum. „Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum ... nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir.“ skrifaði Magnús í pistli sem að stórum hluta var birtur á Vísi[ii]. Þar vísar hann til tilraunar Pfizer með bólusetningu ungra barna, og virtist draga þá ályktun að niðurstöður hennar staðfesti að bóluefnin séu þeim hættulaus. „Hættan af bóluefnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum“ segir hann orðrétt. En í rannsókninni er skýrt tekið fram að í henni er ekki lagt mat á hættu á sjaldgæfum eða langvinnum aukaverkunum. Heildarrannsókn Pfizer á áhrifum bóluefnisins á börn og ungt fólk lýkur raunar ekki fyrr en árið 2026.[iii] Bóluefnin fyrir ung börn eru seld undir svonefndu neyðarleyfi (e: emergency authorization) og teljast því ekki fullprófuð lyf. Sú ályktun Magnúsar að öryggi efnanna fyrir börn sé staðfest er því röng: Við fyrirhugaða bólusetningu barna verður notast við lyf á neyðarleyfi, aukaverkanir þeirra fyrir aldurshópinn eru órannsakaðar, en fyrir liggur að þau hafa leitt hafa til 75-földunar tilkynntra aukaverkana hérlendis í öðrum aldurshópum[iv]. Það er alvarlegt mál í ljósi þess hversu gríðarlega lítil hætta börnum er búin af sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri þýskri rannsókn sem nær fram í maí 2021 hefur ekkert heilbrigt 5-11 ára barn látist þar í landi vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins, svo dæmi sé nefnt.[v] Við getum fylgt fordæmi Finna Franska læknaakademían hefur nýverið mælt gegn bólusetningu heilbrigðra 5-11 ára barna.[vi] Finnsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að heilbrigð 5-11 ára börn verði almennt ekki bólusett, en börnum í áhættuhópi og þeim sem deila heimili með fólki í áhættuhópi verði boðin bólusetning.[vii] Ég hvet heilbrigðisráðherra til að skoða vel röksemdir finnskra yfirvalda fyrir þessari ákvörðun, sem mér virðist lýsa skynsemi, varkárni og virðingu fyrir hagsmunum barna. Höfundur er hagfræðingur. [i] https://www.ecdc.europa.eu/en/publications-data/interim-public-health-considerations-covid-19-vaccination-children-aged-5-11, https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/cases-updates/burden.html, https://onlinelibrary.wiley.com/doi/epdf/10.1111/eci.13554 [ii] https://www.visir.is/g/20212198020d/sannar-lega-ekki-slaemt-ad-gera-til-raunir-a-bornum [iii] https://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT04816643 [iv] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni [v] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf [vi] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en [vii] https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar