Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á Snorri Másson skrifar 20. desember 2021 15:58 Þrjár sýningar ættu að vera á miðvikudag og þrjár á fimmtudag, ef takmarkanir slá það ekki út af borðinu. Emmsjé gauti Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni. Hertar samkomutakmarkanir verða tilkynntar á morgun. Þar gætu tónleikar lent undir hramminum, eins og Julevenner Emmsjé Gauta á fimmtudaginn. Rapparinn heldur þó í vonina. „Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta verið með viðburð ef við erum að hraðprófa, hólfaskipta og passa upp á að allt sé upp á tíu?“ segir rapparinn, skírnarnafni Gauti Þeyr Másson. Drekkum bara aðeins minna og verum með aðeins minni læti í ár, og förum svo alla leið með þetta á næsta ári, segir Gauti. „Ég held að það sé ekki til öruggari staður 22. og 23. desember heldur en að vera á Julevenner í merktu sæti inni í sal með grímu,“ segir rapparinn. Fer margra mánaða vinna í súginn eða ekki? Steinþór Helgi Arnsteinsson er að skipuleggja hátíðartónleika Sigurðar Guðmundssonar og Sigríðar Thorlacius í Hörpu á morgun, það er að segja ef Guð lofar. „Óvissan er alltaf svo hrikalega óþægileg. Ég skil ekki af hverju það er ekki bara hægt að segja strax hvað á að gera. Það er rosalega erfitt fyrir mig að vera í dag á fullu og ég veit ekki hvort tónleikarnir á morgun verði eða ekki, eða hvort margra mánaða vinna og kostnaður sé bara að fara í súginn eða ekki,“ segir Steinþór. Þegar núgildandi aðgerðir voru ákveðnar í byrjun desember, kvaðst Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að geta ráðist í tilslakanir fyrir jól. Nú stefnir í hið gagnstæða. „Núna finnst mér mælirinn bara vera fullur í því hvernig ríkisstjórnin hefur hagað sér með því að gefa fólki von. Það er sagt að ef við gerum þetta svona eða hinsegin þá verður þetta svona, en svo hefur það aldrei staðist. Og það er einfaldlega verið að kippa fótunum undan litlum rekstraraðilum. Og það hlýtur að vera að ef ríkisstjórnin ætlar að loka núna beint fyrir jól að þau komi þá strax í kjölfarið með einhverjar aðgerðir til að hjálpa þessum aðilum sem eru að verða fyrir risahöggi,“ segir Steinþór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Hertar samkomutakmarkanir verða tilkynntar á morgun. Þar gætu tónleikar lent undir hramminum, eins og Julevenner Emmsjé Gauta á fimmtudaginn. Rapparinn heldur þó í vonina. „Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta verið með viðburð ef við erum að hraðprófa, hólfaskipta og passa upp á að allt sé upp á tíu?“ segir rapparinn, skírnarnafni Gauti Þeyr Másson. Drekkum bara aðeins minna og verum með aðeins minni læti í ár, og förum svo alla leið með þetta á næsta ári, segir Gauti. „Ég held að það sé ekki til öruggari staður 22. og 23. desember heldur en að vera á Julevenner í merktu sæti inni í sal með grímu,“ segir rapparinn. Fer margra mánaða vinna í súginn eða ekki? Steinþór Helgi Arnsteinsson er að skipuleggja hátíðartónleika Sigurðar Guðmundssonar og Sigríðar Thorlacius í Hörpu á morgun, það er að segja ef Guð lofar. „Óvissan er alltaf svo hrikalega óþægileg. Ég skil ekki af hverju það er ekki bara hægt að segja strax hvað á að gera. Það er rosalega erfitt fyrir mig að vera í dag á fullu og ég veit ekki hvort tónleikarnir á morgun verði eða ekki, eða hvort margra mánaða vinna og kostnaður sé bara að fara í súginn eða ekki,“ segir Steinþór. Þegar núgildandi aðgerðir voru ákveðnar í byrjun desember, kvaðst Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að geta ráðist í tilslakanir fyrir jól. Nú stefnir í hið gagnstæða. „Núna finnst mér mælirinn bara vera fullur í því hvernig ríkisstjórnin hefur hagað sér með því að gefa fólki von. Það er sagt að ef við gerum þetta svona eða hinsegin þá verður þetta svona, en svo hefur það aldrei staðist. Og það er einfaldlega verið að kippa fótunum undan litlum rekstraraðilum. Og það hlýtur að vera að ef ríkisstjórnin ætlar að loka núna beint fyrir jól að þau komi þá strax í kjölfarið með einhverjar aðgerðir til að hjálpa þessum aðilum sem eru að verða fyrir risahöggi,“ segir Steinþór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira