Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2021 15:57 Lögregla er reglulega kölluð til á Keflavíkurflugvelli þegar skortur er á gögnum frá ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira