Rosalegt sjónarhorn á rothöggið hans Jake Paul sem vill mæta UFC stjörnu næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 08:31 Jake Paul talar og talar en stendur líka við stóru orðin inn í hringnum. AP/Chris O'Meara Samfélagsstjarnan Jake Paul hélt sigurgöngu sinni áfram í hringnum um helgina þegar hann kláraði andstæðing sinn með einn einu rohögginu. Paul rotaði fyrrum UFC-kappann Tyron Woodley í sjöttu lotu eftir frekar litlausan bardaga fram að því. Rothöggið var samt ekkert slor. Paul hefur verið á mikilli sigurgöngu og gerir nú allt til að ögra UFC og bestu bardagamönnum hennar. The 'Problem Child' @jakepaul is starting to become a problem for the UFC... pic.twitter.com/cAiZfOhhcv— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 20, 2021 Paul þakkaði Tyron Woodley fyrir bardagann og það að hann var tilbúinn að hoppa inn með aðeins tveggja vikna fyrirvara eftir að Tommy Fury heltist úr lestinni. „Woodley er goðsögn. Ég tók með þessu ekkert frá hans ferli í UFC. Hann tók að sér þennan bardaga með aðeins tveggja fyrirvara af því að Tommy Fury er hugleysingi. Þetta er harður gæi og algjör goðsögn,“ sagði Jake Paul. Tommy Fury er hálfbróðir heimsmeistarans Tyson Fury en gaf frá sér bardagann þegar allt var löngu orðið klárt. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) „Þetta hlýtur að vera stærsta stundin í mínu lífi. Sjáið bara árið hjá mér. Þetta hefur engin gert. Fjórir stórir PPV bardagar á tólf mánuðum. Ég hef rotað alla sem ég keppt við,“ sagði Paul. Jake Paul var hins vegar löngu farinn að hugsa um næsta bardaga og vill nú fá að keppa við hetju úr röðu UFC. Hann beindi orðum sínum til Dana White. „Ég var að rota fimmfaldan UFC-meistara og gerði lítið úr öllu þínu fyrirtæki. Gerðu það, leyfðu mér að fá Kamaru Usman, leyfði mér að fá Diaz, leyfðu mér að fá Masvidal, leyfðu mér að fá McGregor. Því ég mun gera lítið úr þeim líka,“ sagði Jake Paul kokhraustur. Eins og sjá má á þessu rosalega sjónarhorni á rothöggið hans Jake Paul hér fyrir neðan þá getur Youtube-stjarnan vel barið frá sér í hringnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN Ringside (@espnringside) Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Paul rotaði fyrrum UFC-kappann Tyron Woodley í sjöttu lotu eftir frekar litlausan bardaga fram að því. Rothöggið var samt ekkert slor. Paul hefur verið á mikilli sigurgöngu og gerir nú allt til að ögra UFC og bestu bardagamönnum hennar. The 'Problem Child' @jakepaul is starting to become a problem for the UFC... pic.twitter.com/cAiZfOhhcv— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 20, 2021 Paul þakkaði Tyron Woodley fyrir bardagann og það að hann var tilbúinn að hoppa inn með aðeins tveggja vikna fyrirvara eftir að Tommy Fury heltist úr lestinni. „Woodley er goðsögn. Ég tók með þessu ekkert frá hans ferli í UFC. Hann tók að sér þennan bardaga með aðeins tveggja fyrirvara af því að Tommy Fury er hugleysingi. Þetta er harður gæi og algjör goðsögn,“ sagði Jake Paul. Tommy Fury er hálfbróðir heimsmeistarans Tyson Fury en gaf frá sér bardagann þegar allt var löngu orðið klárt. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) „Þetta hlýtur að vera stærsta stundin í mínu lífi. Sjáið bara árið hjá mér. Þetta hefur engin gert. Fjórir stórir PPV bardagar á tólf mánuðum. Ég hef rotað alla sem ég keppt við,“ sagði Paul. Jake Paul var hins vegar löngu farinn að hugsa um næsta bardaga og vill nú fá að keppa við hetju úr röðu UFC. Hann beindi orðum sínum til Dana White. „Ég var að rota fimmfaldan UFC-meistara og gerði lítið úr öllu þínu fyrirtæki. Gerðu það, leyfðu mér að fá Kamaru Usman, leyfði mér að fá Diaz, leyfðu mér að fá Masvidal, leyfðu mér að fá McGregor. Því ég mun gera lítið úr þeim líka,“ sagði Jake Paul kokhraustur. Eins og sjá má á þessu rosalega sjónarhorni á rothöggið hans Jake Paul hér fyrir neðan þá getur Youtube-stjarnan vel barið frá sér í hringnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN Ringside (@espnringside)
Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira