Erlent

Aðalleikonurnar úr Sex and the City lýsa yfir stuðningi við meinta þolendur Noth

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Chris Noth er þekktastur fyrir að leika Herra Stóran í Sex and the City.
Chris Noth er þekktastur fyrir að leika Herra Stóran í Sex and the City. AP/Evan Agostini

Aðalleikonurnar í Sex and the City og framhaldsþáttunum And Just Like That hafa birt yfirlýsingu á Twitter þar sem þær segjast afar daprar vegna ásakana á hendur meðleikara þeirra, Chris Noth, um meint kynferðisbrot.

Í yfirlýsingunni segjast Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis styðja konurnar þrjár sem hafa stigið fram og greint frá meintum brotum „Mr. Big“. „Við vitum að það hlýtur að hafa verið erfitt og hrósum þeim fyrir það,“ segja leikkonurnar. 

Frægðarsól Noth reis á ný þegar sýningar hófust á And Just Like That en um var að ræða skammgóðan vermi þar sem hann var fljótlega í kjölfarið sakaður um að hafa þvingað tvær konur til kynmaka. Sögðu þær nýju þáttaröðina hafa endurvakið minningar þeirra um atburðina.

Síðan þá hefur auglýsing leikarans fyrir Peloton verið tekin úr sýningu og umboðsskrifstofa hans látið hann fjúka. Þá mun hann ekki verða meðal leikara í sjónvarpsþáttunum The Equalizer, eins og til stóð.

Noth hefur harðneitað að hafa brotið gegn konunum.

And Just Like That hóf nýlega göngu sína á HBO.AP/HBO/Craig Blankenhorn

Tengdar fréttir

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×