Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 14:15 Bardur á Steig Nielsen lögmaður Færeyja. Epa. Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól. Færeyjar Hinsegin Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól.
Færeyjar Hinsegin Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira