Vivaldi fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2021 14:05 Vafrinn Vivaldi er nú í boði í Polestar 2 og er fyrst vafrinn sem fáanlegur er í Android-stýrikerfi fyrir bíla, Android Automotive OS. Um samstarf við sænska rafmagnsbílaframleiðandann Polestar er að ræða. Í tilkynningu frá Vivaldi segir að forsvarsmenn Polestar hafi viljað bregðast við kröfum eigenda bíla um að fá fullhlaðinn vafra í bílinn svo hægt væri að skoða netið þar eins og á öðrum tækjum. Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. „Við erum mjög stolt af því að kynna vafrann okkar fyrir bílum í fyrsta sinn og sérstaklega í samvinnu við bílategund eins og Polestar. Við deilum sömu sýn á tækni og sjálfbærni. Við metum gagnsæi, friðhelgi og ábyrga nýsköpun – Hér má líka nefna þá staðreynd að við erum með netþjónana okkar á Íslandi, sem er einmitt eitt af nýjustu markaðssvæðum Polestar. Við setjum markið hátt í samkeppninni á vaframarkaði og tökum Skandinavíska nálgun á hönnun, en hún byggir á trausti og því að hlusta á notendur okkar,” segir Jón Stephenson Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar segir Vivaldi kærkomna jólagjöf til notenda. „Nú eru í raun engin takmörk á því efni sem þú getur nálgast á netinu í Polestar 2. Nú getur þú notað Vivaldi til að streyma uppáhalds efninu þínu, fréttum og vefforritum beint úr bílnum.“ Þessi útgáfa Vivaldi er með öllum sömu eiginleikum og í öðrum tækjum. Má þar nefna flipavafra, innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn, þýðingum, minnismiðum og samstillingu með dulkóðun. Í áðurnefndri tilkynningu segir að vegna öryggis sé einungis hægt að nota vafrann þegar bíllinn sé í kyrrstöðu. Þá haldi streymi á efni bara áfram með hljóði þegar akstur hefst. Bílar Tengdar fréttir Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01 Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00 Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Í tilkynningu frá Vivaldi segir að forsvarsmenn Polestar hafi viljað bregðast við kröfum eigenda bíla um að fá fullhlaðinn vafra í bílinn svo hægt væri að skoða netið þar eins og á öðrum tækjum. Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. „Við erum mjög stolt af því að kynna vafrann okkar fyrir bílum í fyrsta sinn og sérstaklega í samvinnu við bílategund eins og Polestar. Við deilum sömu sýn á tækni og sjálfbærni. Við metum gagnsæi, friðhelgi og ábyrga nýsköpun – Hér má líka nefna þá staðreynd að við erum með netþjónana okkar á Íslandi, sem er einmitt eitt af nýjustu markaðssvæðum Polestar. Við setjum markið hátt í samkeppninni á vaframarkaði og tökum Skandinavíska nálgun á hönnun, en hún byggir á trausti og því að hlusta á notendur okkar,” segir Jón Stephenson Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar segir Vivaldi kærkomna jólagjöf til notenda. „Nú eru í raun engin takmörk á því efni sem þú getur nálgast á netinu í Polestar 2. Nú getur þú notað Vivaldi til að streyma uppáhalds efninu þínu, fréttum og vefforritum beint úr bílnum.“ Þessi útgáfa Vivaldi er með öllum sömu eiginleikum og í öðrum tækjum. Má þar nefna flipavafra, innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn, þýðingum, minnismiðum og samstillingu með dulkóðun. Í áðurnefndri tilkynningu segir að vegna öryggis sé einungis hægt að nota vafrann þegar bíllinn sé í kyrrstöðu. Þá haldi streymi á efni bara áfram með hljóði þegar akstur hefst.
Bílar Tengdar fréttir Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01 Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00 Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01
Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00
Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00