Strætó loks á leið í vistþorpið eftir að íbúar sökuðu borgina um tvískinnung Eiður Þór Árnason skrifar 22. desember 2021 21:18 Íbúum verður skutlað á næstu skiptistöð. Vísir/Vilhelm Strætó mun hefja ferðir í Gufunesþorp í Reykjavík þann 2. janúar næstkomandi en til að byrja með verða strætósamgöngur úr Gufunesi í formi pöntunarþjónustu. Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður farþegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó en líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en panta þarf bílinn að minnsta kosti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Borgarstjórn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember. Með pöntunarþjónustunni pantar fólk ferð með því að hringja í síma 588 5522 og farþegi sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta ferðina. Engar almenningssamgöngur í vistþorpi Borgaryfirvöld hafa legið undir gagnrýni Fyrir að tryggja ekki aðgang að almenningssamgöngum í nýju íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Tinna Þorvalds Önnudóttir, íbúi í Gufunesi, gagnrýndi þessa stöðu í grein sem birtist á Vísi í nóvember. „Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífsstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,“ segir Tinna. Tekið of langan tíma Tinna gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við að skortur sé á göngustígum sem liggi að hverfinu. Hún hafi raunar í fyrsta skipti á ævi sinni fundið þörf til þess að eiga bíl eftir að hún flutti í hverfið. Að sögn Tinnu geta íbúar sætt sig við að sett verði upp pöntunarþjónusta á vegum Strætó sem einhvers konar millibilsástand. Hún gagnrýnir þó hve lítið hafi gerst í þeim málum þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið. „Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur.“ Reykjavík Strætó Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður farþegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó en líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en panta þarf bílinn að minnsta kosti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Borgarstjórn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember. Með pöntunarþjónustunni pantar fólk ferð með því að hringja í síma 588 5522 og farþegi sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta ferðina. Engar almenningssamgöngur í vistþorpi Borgaryfirvöld hafa legið undir gagnrýni Fyrir að tryggja ekki aðgang að almenningssamgöngum í nýju íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Tinna Þorvalds Önnudóttir, íbúi í Gufunesi, gagnrýndi þessa stöðu í grein sem birtist á Vísi í nóvember. „Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífsstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,“ segir Tinna. Tekið of langan tíma Tinna gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við að skortur sé á göngustígum sem liggi að hverfinu. Hún hafi raunar í fyrsta skipti á ævi sinni fundið þörf til þess að eiga bíl eftir að hún flutti í hverfið. Að sögn Tinnu geta íbúar sætt sig við að sett verði upp pöntunarþjónusta á vegum Strætó sem einhvers konar millibilsástand. Hún gagnrýnir þó hve lítið hafi gerst í þeim málum þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið. „Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur.“
Reykjavík Strætó Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30