Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 07:52 Íbúar í Washington D.C. bíða í langri röð eftir að fá afhent ókeypis heimapróf fyrir jólahátíðina. epa/Jim Lo Scalzo Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. Sérfræðingar hafa þó enn áhyggjur af því að gríðarlegur fjöldi tilfella muni verða heilbrigðisstofnunum ofviða. Fleiri en 100 þúsund tilvik greindust á einum sólahring í Bretlandi í vikunni. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í faraldrinum. Samkvæmt vísindamönnum sem vinna að rannsókn sem nú stendur yfir í Skotlandi ættu 47 að hafa lagst inn á sjúkrahús með ómíkron ef afbrigðið hegðaði sér eins og delta. Raunverulegur fjöldi er hins vegar 15. Um 65 prósent færri legðust nú inn á sjúkrahús en tilfelli ómíkron væru hins vegar enn fá og fátt um eldra fólk. Jim McMenamin, sem fer fyrir baráttunni gegn Covid-19 í Skotlandi segir um að ræða góðar fréttir, með fyrirvara. Mark Woolhouse, prófessor við University of Edinburgh, segir að mögulega muni einstaklingar almennt upplifa mildari veikindi en vegna delta en hættan væri hins vegar sú að margir veikist á sama tíma og setja gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið. Rannsóknin í Suður-Afríku bendir til þess að þeir sem veikjast af ómíkron séu 70 til 80 prósent ólíklegri til að þurfa á innlögn að halda en þeir sem hafa greinst með önnur afbrigði veirunnar. Hins vegar virðist þeim fara eins sem leggjast inn yfirhöfuð. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Suður-Afríka Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Covid Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19. 22. desember 2021 18:06 Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. 22. desember 2021 11:00 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Sérfræðingar hafa þó enn áhyggjur af því að gríðarlegur fjöldi tilfella muni verða heilbrigðisstofnunum ofviða. Fleiri en 100 þúsund tilvik greindust á einum sólahring í Bretlandi í vikunni. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í faraldrinum. Samkvæmt vísindamönnum sem vinna að rannsókn sem nú stendur yfir í Skotlandi ættu 47 að hafa lagst inn á sjúkrahús með ómíkron ef afbrigðið hegðaði sér eins og delta. Raunverulegur fjöldi er hins vegar 15. Um 65 prósent færri legðust nú inn á sjúkrahús en tilfelli ómíkron væru hins vegar enn fá og fátt um eldra fólk. Jim McMenamin, sem fer fyrir baráttunni gegn Covid-19 í Skotlandi segir um að ræða góðar fréttir, með fyrirvara. Mark Woolhouse, prófessor við University of Edinburgh, segir að mögulega muni einstaklingar almennt upplifa mildari veikindi en vegna delta en hættan væri hins vegar sú að margir veikist á sama tíma og setja gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið. Rannsóknin í Suður-Afríku bendir til þess að þeir sem veikjast af ómíkron séu 70 til 80 prósent ólíklegri til að þurfa á innlögn að halda en þeir sem hafa greinst með önnur afbrigði veirunnar. Hins vegar virðist þeim fara eins sem leggjast inn yfirhöfuð. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Suður-Afríka Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Covid Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19. 22. desember 2021 18:06 Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. 22. desember 2021 11:00 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Covid Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19. 22. desember 2021 18:06
Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. 22. desember 2021 11:00
Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57