Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2021 09:34 Styttan, sem stóð við Háskólann í Hong Kong og heitir Skammarsúlan (e. Pillar of shame), hefur verið fjarlægð. EPA-EFE/JEROME FAVRE Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. Styttan, sem stóð fyrir framan Háskólann í Hong Kong, er nokkuð grafísk og sýnir uppstöfluð lík til að minnast mótmælendanna sem var banað af kínverskum stjórnvöldum árið 1989. Styttan, til minningar um atvikið, var ein fárra sem enn var uppi í Hong Kong en mótmælin eru mjög viðkvæmt viðfangsefni á kínversku áhrifasvæði. Fjarlæging styttunnar er sögð marka aukin áhrif kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu en áhrif stjórnvalda í Peking hafa farið vaxandi í Hong Kong undanfarin tvö ár. Hong Kong var eitt sinn eitt fárra áhrifasvæða í Kína sem heimilaði að minnst væri á mótmælin á Torgi hins himneska friðar. Talið er að hundruð ef ekki nokkur þúsund stúdentar, sem aðhylltust lýðræði, hafi verið skotnir til bana af kínverska hernum 4. júní 1989 en mótmæli á torginu höfðu þá staðið yfir síðan um miðjan apríl sama ár. „Ákvörðunin um fjarlægingu styttunnar byggði á utanaðkomandi ráðgjöf og áhættumati. Þetta var talið það besta fyrir háskólann,“ sagði í yfirlýsingu frá háskólanum í gær. Stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarið ráðist í aðgerðir gegn þeim sem mótmælt hafa auknum áhrifum stjórnvalda í Peking á sjálfsstjórnarsvæðinu. Háskólastúdentar hafa verið með háværari mótmælendum gegn auknum áhrifum Kína og margir þeirra hafa verið fangelsaðir eða flúið land. „Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af öryggi styttunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrstu vísbendingar um fjarlægingu styttunnar komu fram í gær þegar háskólastarfsmenn girtu styttuna af. Vinnumenn tóku hana svo niður í nótt og öryggisverðir stóðu vörð og meinuðu fréttamönnum aðgang. Hong Kong Kína Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Styttan, sem stóð fyrir framan Háskólann í Hong Kong, er nokkuð grafísk og sýnir uppstöfluð lík til að minnast mótmælendanna sem var banað af kínverskum stjórnvöldum árið 1989. Styttan, til minningar um atvikið, var ein fárra sem enn var uppi í Hong Kong en mótmælin eru mjög viðkvæmt viðfangsefni á kínversku áhrifasvæði. Fjarlæging styttunnar er sögð marka aukin áhrif kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu en áhrif stjórnvalda í Peking hafa farið vaxandi í Hong Kong undanfarin tvö ár. Hong Kong var eitt sinn eitt fárra áhrifasvæða í Kína sem heimilaði að minnst væri á mótmælin á Torgi hins himneska friðar. Talið er að hundruð ef ekki nokkur þúsund stúdentar, sem aðhylltust lýðræði, hafi verið skotnir til bana af kínverska hernum 4. júní 1989 en mótmæli á torginu höfðu þá staðið yfir síðan um miðjan apríl sama ár. „Ákvörðunin um fjarlægingu styttunnar byggði á utanaðkomandi ráðgjöf og áhættumati. Þetta var talið það besta fyrir háskólann,“ sagði í yfirlýsingu frá háskólanum í gær. Stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarið ráðist í aðgerðir gegn þeim sem mótmælt hafa auknum áhrifum stjórnvalda í Peking á sjálfsstjórnarsvæðinu. Háskólastúdentar hafa verið með háværari mótmælendum gegn auknum áhrifum Kína og margir þeirra hafa verið fangelsaðir eða flúið land. „Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af öryggi styttunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrstu vísbendingar um fjarlægingu styttunnar komu fram í gær þegar háskólastarfsmenn girtu styttuna af. Vinnumenn tóku hana svo niður í nótt og öryggisverðir stóðu vörð og meinuðu fréttamönnum aðgang.
Hong Kong Kína Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40
Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“