Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2021 09:34 Styttan, sem stóð við Háskólann í Hong Kong og heitir Skammarsúlan (e. Pillar of shame), hefur verið fjarlægð. EPA-EFE/JEROME FAVRE Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. Styttan, sem stóð fyrir framan Háskólann í Hong Kong, er nokkuð grafísk og sýnir uppstöfluð lík til að minnast mótmælendanna sem var banað af kínverskum stjórnvöldum árið 1989. Styttan, til minningar um atvikið, var ein fárra sem enn var uppi í Hong Kong en mótmælin eru mjög viðkvæmt viðfangsefni á kínversku áhrifasvæði. Fjarlæging styttunnar er sögð marka aukin áhrif kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu en áhrif stjórnvalda í Peking hafa farið vaxandi í Hong Kong undanfarin tvö ár. Hong Kong var eitt sinn eitt fárra áhrifasvæða í Kína sem heimilaði að minnst væri á mótmælin á Torgi hins himneska friðar. Talið er að hundruð ef ekki nokkur þúsund stúdentar, sem aðhylltust lýðræði, hafi verið skotnir til bana af kínverska hernum 4. júní 1989 en mótmæli á torginu höfðu þá staðið yfir síðan um miðjan apríl sama ár. „Ákvörðunin um fjarlægingu styttunnar byggði á utanaðkomandi ráðgjöf og áhættumati. Þetta var talið það besta fyrir háskólann,“ sagði í yfirlýsingu frá háskólanum í gær. Stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarið ráðist í aðgerðir gegn þeim sem mótmælt hafa auknum áhrifum stjórnvalda í Peking á sjálfsstjórnarsvæðinu. Háskólastúdentar hafa verið með háværari mótmælendum gegn auknum áhrifum Kína og margir þeirra hafa verið fangelsaðir eða flúið land. „Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af öryggi styttunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrstu vísbendingar um fjarlægingu styttunnar komu fram í gær þegar háskólastarfsmenn girtu styttuna af. Vinnumenn tóku hana svo niður í nótt og öryggisverðir stóðu vörð og meinuðu fréttamönnum aðgang. Hong Kong Kína Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Styttan, sem stóð fyrir framan Háskólann í Hong Kong, er nokkuð grafísk og sýnir uppstöfluð lík til að minnast mótmælendanna sem var banað af kínverskum stjórnvöldum árið 1989. Styttan, til minningar um atvikið, var ein fárra sem enn var uppi í Hong Kong en mótmælin eru mjög viðkvæmt viðfangsefni á kínversku áhrifasvæði. Fjarlæging styttunnar er sögð marka aukin áhrif kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu en áhrif stjórnvalda í Peking hafa farið vaxandi í Hong Kong undanfarin tvö ár. Hong Kong var eitt sinn eitt fárra áhrifasvæða í Kína sem heimilaði að minnst væri á mótmælin á Torgi hins himneska friðar. Talið er að hundruð ef ekki nokkur þúsund stúdentar, sem aðhylltust lýðræði, hafi verið skotnir til bana af kínverska hernum 4. júní 1989 en mótmæli á torginu höfðu þá staðið yfir síðan um miðjan apríl sama ár. „Ákvörðunin um fjarlægingu styttunnar byggði á utanaðkomandi ráðgjöf og áhættumati. Þetta var talið það besta fyrir háskólann,“ sagði í yfirlýsingu frá háskólanum í gær. Stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarið ráðist í aðgerðir gegn þeim sem mótmælt hafa auknum áhrifum stjórnvalda í Peking á sjálfsstjórnarsvæðinu. Háskólastúdentar hafa verið með háværari mótmælendum gegn auknum áhrifum Kína og margir þeirra hafa verið fangelsaðir eða flúið land. „Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af öryggi styttunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrstu vísbendingar um fjarlægingu styttunnar komu fram í gær þegar háskólastarfsmenn girtu styttuna af. Vinnumenn tóku hana svo niður í nótt og öryggisverðir stóðu vörð og meinuðu fréttamönnum aðgang.
Hong Kong Kína Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40
Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57