Þríeykið, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, munu fara yfir stöðu mála hér á landi vegna faraldurs kórónuveiru á fundinum.
Vegna uppgangs veirunnar og fjölda smita innanlands mun fundurinn fara fram í gegn um fjarfundabúnað og mun fjölmiðlafólk því ekki mæta á staðinn.
Þetta er fyrsti upplýsingafundurinn sem haldinn er í sjö vikur en sá síðasti var 5. nóvember.
Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Þá verður hægt að fylgjast með framgangi fundarins í beinni textalýsingu hér að neðan.
Uppfært: Fundinum er nú lokið en nálgast má upptöku og textalýsingu frá honum hér að neðan.