Erlent

Þingkona varð fyrir vopnuðu ráni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mary Gay Scanlon, þingkona.
Mary Gay Scanlon, þingkona. AP/Mandel Ngan

Mary Gay Scanlon, bandarísk þingkona, varð fyrir vopnuðu ráni í Fíladelfíu í gærkvöldið. Tveir menn vopnaðir skammbyssu veittust að henni þar sem hún var að yfirgefa fund með embættismönnum og rændu bíl hennar.

Scanlon var að ganga að bíl sínum þegar tveir menn, sem taldir eru á þrítugsaldri, gengu að henni. Þeir beindu byssum að henni og rændu einnig símum þingkonunnar, veski og öðrum eigum hennar. Scanlon sakaði ekki í ráninu.

Scanlon er Demókrati og hefur verið á þingi frá 2018. Fíladelfía er innan kjördæmis hennar.

Fimm hafa verið handteknir vegna ránsins en samkvæmt frétt Reuters voru þeir gómaðir í bíl Scanlon. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna, en þar sem Scanlon er starfandi þingkona er rannsóknin á höndum FBI.

Lögreglan hefur ekki veitt frekari upplýsingar að öðru leyti en að málið sé í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×