Coldplay hættir að gefa út nýja tónlist 2025 Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2021 13:57 Chris Martin og félagar stofnuðu sveitina Coldplay árið 1996. EPA Breska hljómsveitin Coldplay mun hætta að gefa út tónlist árið 2025. Frá þessu greinir söngvari sveitarinnar, Chris Martin, í útvarpsviðtali á BBC Radio 2. BBC segir frá málinu en Martin verður í stóru útvarpsviðtali í sérstökum jólaþætti Jo Whiley sem spilað verður á fimmtudagskvöld. „Síðasta almennilega plata okkar kemur út árið 2025 og ég held að eftir það munum við einungis fara í hljómleikaferðalög,“ segir Martin. „Mögulega einhver samstarfsverkefni en plötusafni Coldplay lýkur þá.“ Yfirlýsing Martin rímar ágætlega við fyrri orð hans sem hann lét falla í tengslum við útgáfu níundu plötu sveitarinnar, Music Of The Spheres, fyrr á árinu. Sagði hann þá að sveitin ætli sér að gefa út tólf plötur í heildina, það er þrjár til viðbótar. Í viðtalinu við Whiley greinir hann þá nánar frá tímasetningum hvað útgáfuna varðar. Martin segir að hann sjái fyrir sér að sveitin muni eftir 2025 fara í hljómleikaferðalög og segist hann þar líta sérstaklega til Rolling Stones og þeirra ferðalaga. „Það væri geggjað ef við gætum enn verið á hljómleikaferðalögum þegar við erum að nálgast níræðisaldurinn. Það væri æðislegt ef einhver myndi vilja mæta,“ segir Martin. Bretland Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
BBC segir frá málinu en Martin verður í stóru útvarpsviðtali í sérstökum jólaþætti Jo Whiley sem spilað verður á fimmtudagskvöld. „Síðasta almennilega plata okkar kemur út árið 2025 og ég held að eftir það munum við einungis fara í hljómleikaferðalög,“ segir Martin. „Mögulega einhver samstarfsverkefni en plötusafni Coldplay lýkur þá.“ Yfirlýsing Martin rímar ágætlega við fyrri orð hans sem hann lét falla í tengslum við útgáfu níundu plötu sveitarinnar, Music Of The Spheres, fyrr á árinu. Sagði hann þá að sveitin ætli sér að gefa út tólf plötur í heildina, það er þrjár til viðbótar. Í viðtalinu við Whiley greinir hann þá nánar frá tímasetningum hvað útgáfuna varðar. Martin segir að hann sjái fyrir sér að sveitin muni eftir 2025 fara í hljómleikaferðalög og segist hann þar líta sérstaklega til Rolling Stones og þeirra ferðalaga. „Það væri geggjað ef við gætum enn verið á hljómleikaferðalögum þegar við erum að nálgast níræðisaldurinn. Það væri æðislegt ef einhver myndi vilja mæta,“ segir Martin.
Bretland Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira