Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 12:50 Stúlkan var að máta kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt á næsta ári þegar hún varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns. AP/Richard Vogel Lögregluþjónar í Los Angeles í Bandaríkjunum skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök í síðustu viku. Stúlkan var í mátunarklefa verslunar og varð fyrir skoti sem hæfði ekki þann sem lögreglan var að skjóta á. Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent