Lífið

Stjörnulífið: Trúlofun, óvæntar fréttir og jól í sóttkví

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga. Samsett/Instagram

Það er jólaþema í Stjörnulífi vikunnar, enda samfélagsmiðlar yfirfullir af fallegum fjölskyldumyndum, jólakjólum og jólakveðjum. 

Svörtu sandar voru frumsýndir um jólin á Stöð 2 og hafa fengið mjög góð viðbrögð. Aldís Amah Hamilton er einn af handritshöfundunum og leikur einnig eitt aðalhlutverkið í þáttunum. 

Jólakveðja Jóns Jónssonar var einstaklega skemmtileg í ár. Hann tilkynnti óvænt að þau eiga von á fjórða barninu á næsta ári og er það drengur.

Forsetahjónin birtu jólalega kveðju.

Jóhanna Helga annar þáttastjórnandi #Samstarf þáttanna á Stöð 2 átti róleg jól í sóttkví. 

Greta Salóme kom til Íslands um jólin en var því miður veik. 

Ása Regins og fjölskylda eyddu jólunum líka á Íslandi.

„Jólin eru okkar,“ skrifaði Elísabet Gunnars við fallega hjónamynd.

Það var kúrekabragur á jólakveðju Sölku Sólar og Arnars í ár.

Helga Gabríela eiginkona Frosta Logasonar segist vera best geymd í eldhúsinu. Hún er kokkur svo það kemur kannski ekkert mikið á óvart.

Fyrirsætan Melkorka Ýrr kom til Íslands um jólin en hún er búsett í Barcelona. Melkorka var flott í grænu, sem er klárlega jólaliturinn í ár. 

Móeiður Lárusdóttir birti fallegar jólamyndir af fjölskyldunni. Hún tilkynnti fyrir jólin að hún á von á öðru barni á næsta ári.

Ljósmyndarinn Logi Þorvaldsson er á landinu og virðist hafa eytt jólunum í útivist í fallegu náttúrunni okkar.

Eva Laufey Kjaran eyddi jólunum í sólinni með fjölskyldunni.

„Besta ákvörðun ársins,“ skrifaði hún á Instagram. 

Birgitta Líf hefur það gott á Tenerife þar sem World Class fjölskyldan á hús. Íslenska heyrðist á hverju götuhorni á Tenerife um helgina enda völdu margir Íslendingar að dvelja á eyjunni yfir hátíðarnar.

Jógadrottningin Eva Dögg Rúnars birti mynd af jólakúlunni sinni á Flórída. Hún tilkynnti á dögunum að það er lítil stelpa á leiðinni á næsta ári.

Camilla Rut átti hugguleg náttfatajól. 

Trendnet-bloggarinn Arna Petra birti fallega jólamynd af fjölskyldunni.

Áhrifavaldurinn Gyða Dröfn fór á skauta á Akureyri. 

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Miss Universe Iceland, trúlofaði sig á aðfangadag þegar kírópraktorinn Vignir Bollason fór á skeljarnar. Arna sýndi stolt frá hringnum á Instagram. 

Einkaþjálfarinn Aðalheiður Óladóttir trúlofaði sig líka um jólin. 

„Auðvitað sagði ég JÁ..JÁ..JÁ“ skrifaði hún á Instagram. 

Tískuskvísan og förðunarfræðingurinn Kolbrún Anna Vignisdóttir var flott í gylltu um jólin. Hún hélt upp á þrítugsafmæli sitt í gær og fékk óvænta afmælisveislu. 

HAF hjónin birtu fallega jólakveðju frá fyrstu jólunum sem fjögurra manna fjölskylda. 

Trendnet-bloggarinn og áhrifavaldurinn Guðrún Sørtveit tók sér samfélagsmiðlapásu yfir hátíðarnar.

Verbúðin fór í sýningu á RÚV yfir hátíðarnar og Gísli Örn Garðarsson birti auðvitað stillu til þess að minna á þættina.

Fjölskyldan fór í yndislega fjölskylduferð til London og birti Nína Dögg Filippusdóttir mynd frá ferðinni.

Sunneva Einars sendi fylgjendum sínum jólakveðju.

Fanney Ingvars sendi jólakveðju úr skíðaferðinni í Austurríki.

Þórunn Antonía viðraði sig aðeins yfir hátíðarnar, eins og hún orðaði það sjálf.

Jólin voru kósý hjá hönnuðinum Rut Kára.

Emmsjé Gauti þakkaði fyrir stuðninginn í kringum jólatónleikana.

„Það verður að viðurkennast að þetta var virkilega skrítið á köflum vegna ástandsins en við gerðum þetta saman og gerðum þetta vel. Sjáumst á næsta ári grímulaus og snælduvitlaus.“

Annie Mist birti fallega jólakveðju.

Pattra birti mynd af jólakúlunni sinni en hún á von á sínu öðru barni á næsta ári.

Eva Ruza var þakklát að sleppa við einangrun og sóttkví yfir jólin.

Hanna Ingibjörg ritstjóri tímaritanna Gestgjafinn og Hús & híbýli eyddi jólunum í Oman með fjölskyldunni.

Knattspyrnukonan Fanndís Friðriksdóttir sleit krossband og fótboltahjartað er í molum.

„...langt og strangt ferli framundan.“


Tengdar fréttir

Frægir fjölguðu sér árið 2021

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá.

Frægir fundu ástina árið 2021

Á hverju ári greinir Vísir ávallt frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að þekktum Íslendingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.