Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:06 Suður-Afríka hefur verið leiðandi í bólusetningum gegn Covid-19 í Afríku. EPA-EFE/Kim Ludbrook Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04
Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01