Flestir karlmenn sögðust áhyggjufullir vegna jólagjafar til makans Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. desember 2021 07:01 Hvernig er besta jólagjöfin til makans? Getty „Sælla er að gefa en að þigga.“ Eða hvað? Er þetta gjafastúss og pressan í kringum það að finna „réttu gjöfina“ orðið til þess að gjafavalið veldur meiri áhyggjum en gleði? Fyrir jólin spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að val á jólagjöf til makans valdi einhverjum áhyggjum. Um 1500 manns tóku þátt í könnuninni sem var kynjaskipt. Mikill meirihluti karlmanna svaraði því að jólagjöfin til makans valdi áhyggjum eða 71% á móti 56% kvenna. Töluvert fleiri konur en karlar segjast finna fyrir spenning frekar en áhyggjum við gjafavalið eða 37% á móti 24% karla. Nákvæmari niðurstöður* er hægt að sjá hér fyrir neðan. Niðurstöður* Karlar: Já, miklum áhyggjum - 30% Já, einhverjum áhyggjum - 41% Nei, bara spenning - 24% Nei, við kaupum okkur sameiginlega jólagjöf - 5% Konur: Já, einhverjum áhyggjum - 19% Já, einhverjum áhyggjum - 37% Nei, bara spenning - 37% Nei, við kaupum okkur sameiginlega jólagjöf - 7% Óþarfa álag? Ef eitthvað er að marka niðurstöðurnar* er gjafavalið því miður að valda meiri áhyggjum en gleði. En vonandi skiptast áhyggjur út fyrir sælu þegar gjöfin til makans er gefin. Óhætt er að segja að langflestir vilja gleðja makann sinn, gefa jólagjöf sem hittir í mark. Þrátt fyrir að viljinn sé til staðar getur það samt reynst einhverjum snúið að velja gjöf fyrir makann. Fyrir jólin getur verið mikið álag, óþarfa álag. Oft á tíðum geta áhyggjurnar orðið til þess að fólk miklar hlutina alltof mikið fyrir sér, sérstaklega þegar kemur að gjöfum. Kortin eru straujuð upp og niður, út og suður með þeim einlæga ásetningi að gera allt fullkomið um jólin. Það þarf auðvitað að halda í allar hefðirnar sjáðu, klára allt sem ÞARF að gera, slá í gegn með gjöfunum. Sumir finna einnig fyrir þeirri pressu að vera extra glaðir á þessum tíma. Sjá til þess að allir aðrir séu líka glaðir en samt má ekki gleyma því að það þarf auðvitað líka að slaka á, hafa allt hreint, spila við alla vinina og vera peppaður í nýja árið. OKEY? Skógurinn, jólatrén og allt það Svo kemur spennufallið. Við erum mörg hver viðkvæmari á þessum tíma, sumir kannski með alltof miklar kröfur, bæði til sjálfs síns og annarra. Kannski alltof miklar kröfur til makans? Þurfum við ekki flest öll að reyna eins og við getum að slaka aðeins á öllum þessum kröfum? Byrja að reyna að sjá skóginn fyrir trjánum, þessum stíliseruðu og ofskreyttu jólatrjám? Anda rólega inn, anda áhyggjunum út og horfa á makann okkar og vera bara þakklát. Það er kannski ekki hægt að pakka því í jólapappír en líklega er það besta gjöfin sem þú getur gefið makanum þínum um jólin. Þakklæti, stuðningur og skilningur. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Ástin og lífið Jól Spurning vikunnar Tengdar fréttir Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30 Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni „Ég leyfði mér aldrei að hugsa það versta, að Egill myndi ekki hafa þetta af,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson í Viðtali við Makamál. 19. desember 2021 14:25 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fyrir jólin spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að val á jólagjöf til makans valdi einhverjum áhyggjum. Um 1500 manns tóku þátt í könnuninni sem var kynjaskipt. Mikill meirihluti karlmanna svaraði því að jólagjöfin til makans valdi áhyggjum eða 71% á móti 56% kvenna. Töluvert fleiri konur en karlar segjast finna fyrir spenning frekar en áhyggjum við gjafavalið eða 37% á móti 24% karla. Nákvæmari niðurstöður* er hægt að sjá hér fyrir neðan. Niðurstöður* Karlar: Já, miklum áhyggjum - 30% Já, einhverjum áhyggjum - 41% Nei, bara spenning - 24% Nei, við kaupum okkur sameiginlega jólagjöf - 5% Konur: Já, einhverjum áhyggjum - 19% Já, einhverjum áhyggjum - 37% Nei, bara spenning - 37% Nei, við kaupum okkur sameiginlega jólagjöf - 7% Óþarfa álag? Ef eitthvað er að marka niðurstöðurnar* er gjafavalið því miður að valda meiri áhyggjum en gleði. En vonandi skiptast áhyggjur út fyrir sælu þegar gjöfin til makans er gefin. Óhætt er að segja að langflestir vilja gleðja makann sinn, gefa jólagjöf sem hittir í mark. Þrátt fyrir að viljinn sé til staðar getur það samt reynst einhverjum snúið að velja gjöf fyrir makann. Fyrir jólin getur verið mikið álag, óþarfa álag. Oft á tíðum geta áhyggjurnar orðið til þess að fólk miklar hlutina alltof mikið fyrir sér, sérstaklega þegar kemur að gjöfum. Kortin eru straujuð upp og niður, út og suður með þeim einlæga ásetningi að gera allt fullkomið um jólin. Það þarf auðvitað að halda í allar hefðirnar sjáðu, klára allt sem ÞARF að gera, slá í gegn með gjöfunum. Sumir finna einnig fyrir þeirri pressu að vera extra glaðir á þessum tíma. Sjá til þess að allir aðrir séu líka glaðir en samt má ekki gleyma því að það þarf auðvitað líka að slaka á, hafa allt hreint, spila við alla vinina og vera peppaður í nýja árið. OKEY? Skógurinn, jólatrén og allt það Svo kemur spennufallið. Við erum mörg hver viðkvæmari á þessum tíma, sumir kannski með alltof miklar kröfur, bæði til sjálfs síns og annarra. Kannski alltof miklar kröfur til makans? Þurfum við ekki flest öll að reyna eins og við getum að slaka aðeins á öllum þessum kröfum? Byrja að reyna að sjá skóginn fyrir trjánum, þessum stíliseruðu og ofskreyttu jólatrjám? Anda rólega inn, anda áhyggjunum út og horfa á makann okkar og vera bara þakklát. Það er kannski ekki hægt að pakka því í jólapappír en líklega er það besta gjöfin sem þú getur gefið makanum þínum um jólin. Þakklæti, stuðningur og skilningur. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Ástin og lífið Jól Spurning vikunnar Tengdar fréttir Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30 Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni „Ég leyfði mér aldrei að hugsa það versta, að Egill myndi ekki hafa þetta af,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson í Viðtali við Makamál. 19. desember 2021 14:25 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30
Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni „Ég leyfði mér aldrei að hugsa það versta, að Egill myndi ekki hafa þetta af,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson í Viðtali við Makamál. 19. desember 2021 14:25