Steindi með Covid og jólabingói Blökastsins frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 14:06 Auddi, Egill og Steindi eru þáttastjórnendur FM95BLÖ og hlaðvarpsins Blökastið. Vísir Nokkrir liðsmenn Blökastsins og framleiðsluteymisins á bak við að hafa greinst smitaðir af Covid-19. Auðunn Blöndal segir stöðuna leiðinlega en lofar enn betra bingói þegar nýtt ár gengur í garð. Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi. FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi.
FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31