Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 15:18 Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Landspítala. Vísir Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. Yfir fimm þúsund manns eru nú í eftirliti á Covid-19 göngudeild Landspítalans og fjölgaði þeim um 791 milli daga. 21 er inniliggjandi á spítalanum með Covid og fjórir á gjörgæslu, þar af eru þrír í öndunarvél. Landspítali var færður upp á hættustig þann 5. nóvember síðastliðinn og hefur ástandið aðeins versnað síðan þá. Álagið er svo mikið að spítalinn tilkynnti í dag að flytja eigi þrjátíu sjúklinga af spítalanum og á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna álags undan Covid. Þá hefur óbólusettum verið óheimilt að heimsækja aðstandendur sína á spítalann síðan á aðfangadag. Fram kemur í tilkynningu á vef Landspítalans að álagið á spítalanum eigi sér margar skýringar en þar beri fyrst að nefna útbreiðslu veirunnar skæðu í samfélaginu og innan spítalans. Nú séu til að mynda meira en hundrað starfsmenn frá vinnu vegna Covid-smits. Annar eins hópur sé í sóttkví og hafi því verið gripið til þess neyðarúrræðis að kalla inn til vinnu starfsmenn sem séu í sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hluti legurýma sé sérútbúinn fyrir sjúklinga með Covid og þau rými séu flest í notkun og ekki laus fyrir aðra. Innlögnum á spítalann vegna Covid fari fjölgandi og nú hafi bæst við smit sem hafi greinst óvænt innan spítalans, til dæmis á bráðamóttöku, hjartadeild, Landakoti og fleiri deildum. „Nú er svo komið að margar deildir þurfa að sinna Covid smituðum skjólstæðingum þar sem þeir greinast. Við þetta bætist síðan að ekki hefur náðst að útskrifa fólk sem þegar hefur lokið meðferð á spítalanum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Yfir fimm þúsund manns eru nú í eftirliti á Covid-19 göngudeild Landspítalans og fjölgaði þeim um 791 milli daga. 21 er inniliggjandi á spítalanum með Covid og fjórir á gjörgæslu, þar af eru þrír í öndunarvél. Landspítali var færður upp á hættustig þann 5. nóvember síðastliðinn og hefur ástandið aðeins versnað síðan þá. Álagið er svo mikið að spítalinn tilkynnti í dag að flytja eigi þrjátíu sjúklinga af spítalanum og á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna álags undan Covid. Þá hefur óbólusettum verið óheimilt að heimsækja aðstandendur sína á spítalann síðan á aðfangadag. Fram kemur í tilkynningu á vef Landspítalans að álagið á spítalanum eigi sér margar skýringar en þar beri fyrst að nefna útbreiðslu veirunnar skæðu í samfélaginu og innan spítalans. Nú séu til að mynda meira en hundrað starfsmenn frá vinnu vegna Covid-smits. Annar eins hópur sé í sóttkví og hafi því verið gripið til þess neyðarúrræðis að kalla inn til vinnu starfsmenn sem séu í sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hluti legurýma sé sérútbúinn fyrir sjúklinga með Covid og þau rými séu flest í notkun og ekki laus fyrir aðra. Innlögnum á spítalann vegna Covid fari fjölgandi og nú hafi bæst við smit sem hafi greinst óvænt innan spítalans, til dæmis á bráðamóttöku, hjartadeild, Landakoti og fleiri deildum. „Nú er svo komið að margar deildir þurfa að sinna Covid smituðum skjólstæðingum þar sem þeir greinast. Við þetta bætist síðan að ekki hefur náðst að útskrifa fólk sem þegar hefur lokið meðferð á spítalanum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48
Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55
Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04