Með skerta sjón á meðal sextán bestu í heimi í pílu Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2021 16:30 Ryan Searle gerði góða hluti í dag og er kominn í sextán manna úrslit á HM. Getty/Luke Walker Ryan Searle glímir við svo alvarlega sjónskekkju að stundum sér hann ekki hvar pílan hans lenti á píluspjaldinu. Engu að síður er hann framarlega í heiminum í íþróttinni og komst í dag áfram í 16-manna úrslit á HM í pílukasti. Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma. Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins. !A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl. Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta. Kóngurinn ekki í neinum vandræðum Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag. King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir. Spennuþrunginn sigur Kleermakers Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti. Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna. Pílukast Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma. Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins. !A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl. Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta. Kóngurinn ekki í neinum vandræðum Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag. King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir. Spennuþrunginn sigur Kleermakers Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti. Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna.
Pílukast Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira