Undirrituðu samning um viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 16:08 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu. Isavia Isavia Innanlandsflugvellir og Byggingafélagið Hyrna undirrituðu í dag samning um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Samningsupphæðin fyrir verkið er 810,5 milljónir króna. Það voru þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu, sem undirrituðu samninginn í flugstöðinni. Þetta var í annað sinn sem verkið var boðið út en Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í fyrra skiptið. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingunni var tekin í júní síðastliðnum. Verkáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok mars næstkomandi og þeim verði lokið í byrjun ágúst 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Tölvuteikning af nýju viðbyggingunni. Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga. Sá fyrsti snýr að nýrri viðbyggingu við flugstöðina. Í öðrum áfanga verður núverandi komusvæði flugstöðvarinnar endurbyggt og þar er áætlað að nýtt innritunarsvæði verði. Nýtt skyggni og töskubílaskýli verður þá einnig byggt með tilheyrandi malbikun. Í þriðja og síðasta áfanga verða núverandi innritunarsvæði og skrifstofuhluti endurbyggð. Eitt af hans síðustu verkum Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, segir afar ánægjulegt að taka þetta mikilvæga skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar. „Hér er um stórt verkefni að ræða, nánar tiltekið þessi 1.100 fermetra viðbygging við flugstöðina og um leið bætt aðstaða fyrir lögreglu, toll, fríhöfn og veitingastað. Þjónustan við farþega og flugfélög batnar til muna og við hlökkum til að taka þessa breyttu og bættu flugstöð í gagnið síðsumars 2023,“ segir hún í tilkynningu. Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Sigrún Björn Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla við fyrstu skólfustungu í júní síðastliðnum.Isavia Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hyrnu, segir starfsfólk félagsins afar spennt að hefjast handa við þetta verkefni. „Verkáætlun liggur fyrir og okkar fólk reiðubúið að setja allt í gang. Það er einkar ánægjulegt að taka þátt í að hleypa þessu verkefni af stokkunum hér í dag. Þetta er eitt af mínum síðustu verkefnum hjá Hyrnu nú þegar ég læt af störfum um áramótin eftir rúmlega fimm áratuga starf. Það verður ánægjulegt að sjá þessa stækkun rísa.“ Akureyri Samgöngur Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Samningar loks náðst um langþráða viðbyggingu við flugstöðina Isavia hefur samið við byggingafélagið Hyrnu á Akureyri um viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu en samningurinn verður undirritaður í flugstöðinni á morgun. 27. desember 2021 13:01 Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55 Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Það voru þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu, sem undirrituðu samninginn í flugstöðinni. Þetta var í annað sinn sem verkið var boðið út en Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í fyrra skiptið. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingunni var tekin í júní síðastliðnum. Verkáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok mars næstkomandi og þeim verði lokið í byrjun ágúst 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Tölvuteikning af nýju viðbyggingunni. Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga. Sá fyrsti snýr að nýrri viðbyggingu við flugstöðina. Í öðrum áfanga verður núverandi komusvæði flugstöðvarinnar endurbyggt og þar er áætlað að nýtt innritunarsvæði verði. Nýtt skyggni og töskubílaskýli verður þá einnig byggt með tilheyrandi malbikun. Í þriðja og síðasta áfanga verða núverandi innritunarsvæði og skrifstofuhluti endurbyggð. Eitt af hans síðustu verkum Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, segir afar ánægjulegt að taka þetta mikilvæga skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar. „Hér er um stórt verkefni að ræða, nánar tiltekið þessi 1.100 fermetra viðbygging við flugstöðina og um leið bætt aðstaða fyrir lögreglu, toll, fríhöfn og veitingastað. Þjónustan við farþega og flugfélög batnar til muna og við hlökkum til að taka þessa breyttu og bættu flugstöð í gagnið síðsumars 2023,“ segir hún í tilkynningu. Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Sigrún Björn Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla við fyrstu skólfustungu í júní síðastliðnum.Isavia Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hyrnu, segir starfsfólk félagsins afar spennt að hefjast handa við þetta verkefni. „Verkáætlun liggur fyrir og okkar fólk reiðubúið að setja allt í gang. Það er einkar ánægjulegt að taka þátt í að hleypa þessu verkefni af stokkunum hér í dag. Þetta er eitt af mínum síðustu verkefnum hjá Hyrnu nú þegar ég læt af störfum um áramótin eftir rúmlega fimm áratuga starf. Það verður ánægjulegt að sjá þessa stækkun rísa.“
Akureyri Samgöngur Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Samningar loks náðst um langþráða viðbyggingu við flugstöðina Isavia hefur samið við byggingafélagið Hyrnu á Akureyri um viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu en samningurinn verður undirritaður í flugstöðinni á morgun. 27. desember 2021 13:01 Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55 Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Samningar loks náðst um langþráða viðbyggingu við flugstöðina Isavia hefur samið við byggingafélagið Hyrnu á Akureyri um viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu en samningurinn verður undirritaður í flugstöðinni á morgun. 27. desember 2021 13:01
Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55
Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06