Mbappé og Lewandowski ekki hrifnir af því að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 18:00 Robert Lewandowski er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að halda HM á tveggja ára fresti. Aurelien Meunier/Getty Images Kylian Mbappé, framherji Paris Saint-Germain, og Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafa lýst yfir áhyggjum sínum á þeirri hugmynd að HM í fótbolta verði haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum. FIFA Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum.
FIFA Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira