Innlent

Svona var 192. upp­lýsinga­fundurinn vegna Co­vid-19

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þríeykið mætir til leiks á kunnuglegum stað klukkan 11.
Þríeykið mætir til leiks á kunnuglegum stað klukkan 11. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11.

Á fundinum fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna yfir stöðu mála vegna þróunar COVID-19 faraldursins undanfarið.

Í ljósi fjölda smita í samfélaginu fer fundurinn fram í gegnum fjarfundarbúnað og því er ekki gert ráð fyrir fjölmiðlafólki á staðinn.

Fundurinn verður í beinu streymi hér á Vísi og í textalýsingu að neðan.

Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má nálgast upptöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×