Fyrirhugaður ísfirskur milljarðakláfur þarf í umhverfismat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 15:42 Hér sést glitta í hlíðar Eyrafjalls, en fyrirhugað er að kláfurinn verði settur þar upp. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaður kláfur í hlíðum Eyrarfjalls í Ísafirði þurfi í umhverfismat. Vísir greindi frá því árið 2019 að hópur fjárfesta væri tilbúinn til að verja tveimur og hálfum milljarði til að reisa kláfalyftu á Ísafirði, í hlíðum Eyrarfjalls. Rekstrargrundvöllurinn var meðal annars byggður á fjölda skemmtiferðaskipa sem koma við á Ísafirði á hverju sumri. Skipulagsstofnun ákvað í sumar að framkvæmdin væri háð umhverfismati en forsvarsmenn Eyrarkláfs ehf., sem standa að hinni fyrirhuguðu uppbyggingu, kærðu á niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi. Skíðabann í kláfnum Félagið hélt því fram að kláfalyfta væri einmitt tilfallin til þess að valda sem minnstu umhverfisraski. Einn staur yrði settur upp á leiðinni upp. Þá væri að mati félagsins ekki séð að kláfurinn kæmi til með að valda grjót- eða snjóflóðum, ekki síst þar sem kláfurinn yrði ekki starfræktur á veturna. Auk þess yrði bannað að fara með skíði í kláfinn. Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Einnig yrðu engir slóðar, vegir eða skurðir gerðar í hlíðar fjallsins. Af hálfu Skipulagsstofnunar var tekið fram að ástæða þess að stofnunin telji framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum sé fyrst og fremst möguleg áhrif hennar á ásýnd og landslag. Ráðist það af því að fyrirhugað sé að koma fyrir umfangsmiklum mannvirkjum í hlíð og á toppi fjalls nálægt þéttbýli sem ásamt kláfhúsi kunni að vera sýnileg víða úr Ísafjarðarbæ, en fyrir liggi að útlit byrjunar- og endastöðva sé á hönnunarstigi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki annað séð en að Skipulagsstofnun hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat væri tekin. Var kröfunni því hafnað og því ljóst að umhverfismat þarf að fara fram svo kláfalyftan eigi að verða að veruleika. Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2019 að hópur fjárfesta væri tilbúinn til að verja tveimur og hálfum milljarði til að reisa kláfalyftu á Ísafirði, í hlíðum Eyrarfjalls. Rekstrargrundvöllurinn var meðal annars byggður á fjölda skemmtiferðaskipa sem koma við á Ísafirði á hverju sumri. Skipulagsstofnun ákvað í sumar að framkvæmdin væri háð umhverfismati en forsvarsmenn Eyrarkláfs ehf., sem standa að hinni fyrirhuguðu uppbyggingu, kærðu á niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi. Skíðabann í kláfnum Félagið hélt því fram að kláfalyfta væri einmitt tilfallin til þess að valda sem minnstu umhverfisraski. Einn staur yrði settur upp á leiðinni upp. Þá væri að mati félagsins ekki séð að kláfurinn kæmi til með að valda grjót- eða snjóflóðum, ekki síst þar sem kláfurinn yrði ekki starfræktur á veturna. Auk þess yrði bannað að fara með skíði í kláfinn. Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Einnig yrðu engir slóðar, vegir eða skurðir gerðar í hlíðar fjallsins. Af hálfu Skipulagsstofnunar var tekið fram að ástæða þess að stofnunin telji framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum sé fyrst og fremst möguleg áhrif hennar á ásýnd og landslag. Ráðist það af því að fyrirhugað sé að koma fyrir umfangsmiklum mannvirkjum í hlíð og á toppi fjalls nálægt þéttbýli sem ásamt kláfhúsi kunni að vera sýnileg víða úr Ísafjarðarbæ, en fyrir liggi að útlit byrjunar- og endastöðva sé á hönnunarstigi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki annað séð en að Skipulagsstofnun hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat væri tekin. Var kröfunni því hafnað og því ljóst að umhverfismat þarf að fara fram svo kláfalyftan eigi að verða að veruleika.
Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00