„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Sunna Valgerðardóttir skrifar 29. desember 2021 20:30 „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi,” segir Maria Eismont, lögmaður mannréttindasamtakanna Memorial. AP/AP Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna. Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting. „Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.” Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag. „Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin. Rússland Tengdar fréttir Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna. Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting. „Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.” Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag. „Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin.
Rússland Tengdar fréttir Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48