Íslenski boltinn

Íslandsmótið í fótbolta hefst um páskana

Sindri Sverrisson skrifar
Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörnina sína á heimavelli gegn FH. Þórður Ingason og Ingvar Jónsson deildu markvarðarstöðunni hjá Víkingi á meistaratímabilinu í ár.
Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörnina sína á heimavelli gegn FH. Þórður Ingason og Ingvar Jónsson deildu markvarðarstöðunni hjá Víkingi á meistaratímabilinu í ár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Knattspyrnusamband Íslands hefur birt drög að leikjadagskrá komandi keppnistímabils á Íslandi. Íslandsmótið hefur aldrei byrjað fyrr.

Gert er ráð fyrir því að á ársþingi KSÍ í febrúar verði samþykkt að lengja keppnistímabilið í efstu deild karla um fimm umferðir, þar sem tólf liða deildinni verður skipt upp í tvo hluta að loknum hinum hefðbundnu 22 umferðum.

Mótið hefst því snemma eða 18. apríl, á öðrum degi páska, og lýkur ekki fyrr en 29. október. Síðustu fimm umferðirnar, hin svokallaða úrslitakeppni, fara fram í október.

1. umferð efstu deildar karla 2022:

  • 18. apríl
  • 19.15 Víkingur R. - FH
  • 19. apríl
  • 18.00 Valur - ÍBV
  • 19.15 Breiðablik - Keflavík
  • 19.15 Stjarnan - ÍA
  • 20. apríl
  • 18.00 KA - Leiknir R.
  • 19.15 Fram - KR

Sex vikna hlé vegna EM kvenna

Keppni í efstu deild kvenna, sem líkt og efsta deild karla hefur ekki fengið nafn fyrir nsætu leiktíð, hefst 26. apríl og lýkur 1. október. Gert er sex vikna hlé um mitt mót vegna Evrópumótsins í Englandi í júlí þar sem Ísland verður meðal þátttökuþjóða.

Valskonur eiga titil að verja næsta tímabil. Hlé verður á deildinni í sex vikur vegna þátttöku Íslands á EM í Englandi í júlí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT

1. umferð efstu deildar kvenna:

  • 26. apríl
  • 18.00 ÍBV - Stjarnan
  • 19.15 Valur - Þróttur R.
  • 27. apríl
  • 18.00 KR - Keflavík
  • 18.00 Breiðablik - Þór/KA
  • 19.15 Afturelding - Selfoss

Þó að keppni í efstu deildum hefjist snemma þá er ráðgert að keppni í Mjólkurbikar karla hefjist enn fyrr, eða 8.-10. apríl. Fyrst verður þó leikið í Lengjubikarnum þar sem keppni hefst í febrúar.


Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×