Samkvæmt frétt Bloomberg samsvarar þessi fjöldi nærri því ársframleiðslu fyrirtækisins árið 2020.
Festing afturmyndavéla Model 3 bílanna getur skemmst með því að opna og loka skotti þeirra og því hafa bílarnir verið innkallaðir. Gallinn getur komið í veg fyrir að myndavélarnar virki.
Varðandi Model S bílana er verið að innkalla þá vegna galla á fram-farangursgeymslu þeirra. Sú geymsla getur víst opnast óvænt en Tesla segir að viðgerðir á þessum göllum séu eigendum að kostnaðarlausu.
Tesla komst nýverið í fréttirnar eftir að uppfærsla á hugbúnaði bíla fyrirtækisins gerði notendum kleift að spila tölvuleiki á skjá bílanna við akstur. Þá eru yfirvöld í Bandaríkjunum með fyrirtækið til rannsóknar vegna sjálfsstýringarkerfis Tesla og slysa sem sögð eru tengjast því.