Erlent

Kveiktu í gamla þing­húsinu í Can­berra

Atli Ísleifsson skrifar
Þinghúsið gamla þjónaði því hlutverki til ársins 1988 þegar starfsemi fluttist í annað og stærra hús skammt frá.
Þinghúsið gamla þjónaði því hlutverki til ársins 1988 þegar starfsemi fluttist í annað og stærra hús skammt frá. AP

Hópur mótmælenda í áströlsku höfuðborginni Canberra kveiktu í gamla þinghúsi landsins í morgun. Miklar skemmdir voru unnar á inngangi byggingarinnar sem nú hýsir safn tileinkuðu þróun lýðræðis í landinu.

Mótmælendur, sem síðasta hálfa mánuðinn hafa safnast saman fyrir utan bygginguna til að krefjast fullveldis ástralskra frumbyggja, kveiktu eld við innganginn og brann hann glatt áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins.

BBC segir frá því að enginn hafi slasast í eldinum. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ofbeldið. „Svona genga hlutirnir ekki fyrir sig í Ástralíu,“ sagði Morrison. Sagðist honum vera misboðið að sjá að kveikt væri í þessu tákni lýðræðis í Ástralíu.

Safninu hafði verið lokað þann 20. desember eftir að mótmælendur höfðu lagst í setuverkfall þar inni.

Þinghúsið gamla þjónaði því hlutverki til ársins 1988 þegar starfsemi fluttist í annað og stærra hús skammt frá.

AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×