Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2021 22:22 Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag. Arnar Halldórsson Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að samkvæmt aðalskipulaginu, sem borgarstjórn samþykkti þann 19. október, er vera flugvallarins framlengd til ársins 2032. Áður var miðað við að honum yrði lokað árið 2024. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. Vísað er til samkomulags borgarstjóra og samgönguráðherra frá því í nóvember 2019 um að stefnt skuli að því að flytja flugstarfsemina yfir á nýjan völl í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur. Engu að síður gerir borgin ráð fyrir að saxa meira af flugvellinum á næstu árum. Er það til viðbótar við Hlíðarendasvæðið, sem tekið var með lokun minnstu flugbrautar vallarins árið 2016. Strax á komandi ári er gert ráð fyrir að svæði í Skerjafirði verði tekið undir uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Borgin stefnir jafnframt að því að flugskýlin í Fluggörðum víki í síðasta lagi árið 2024. Úr aðalskipulagi Reykjavíkur. Myndin sýnir að landið má nýta undir flugvöll til ársins 2032. Skýlin í Fluggörðum mega þó aðeins vera til ársins 2024.Aðalskipulag Reykjavíkur En hvernig líst ráðherra samgöngumála á þá þróun? „Ja, það er auðvitað í gangi sameiginleg yfirlýsing okkar borgarstjóra um að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er og í óbreyttri mynd, með fullkomið rekstraröryggi, þangað til annar nýr flugvöllur eða flugvallarstæði finnst,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Úr Fluggörðum. Þar er miðstöð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli.Arnar Halldórsson Um Fluggarðana vísar borgin til eldra samkomulags ríkis og borgar frá árinu 2013 um að einka- og kennsluflugi skuli fundinn nýr staður. „Þar voru menn auðvitað að horfa til, ef til þess kæmi, að Hvassahraun yrði möguleiki, að það yrði þá fyrsta skrefið að flytja æfingaflugið þangað. Nú held ég að það séu nú fáir sem trúi því að það verði að veruleika. Þannig að við höfum verið að skoða aðra möguleika. En við þurfum að fá svigrúm til þess,“ segir Sigurður Ingi. Séð yfir Hvassahraun í átt til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tekið er fram í samkomulagi ráðherra og borgarstjóra frá 2019 að ef Hvassahraun reynist ekki vænlegur kostur taki aðilar upp viðræður um Reykjavíkurflugvöll að nýju. Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson, einn reyndasti flugmaður þjóðarinnar, hefur bent á að Skerjafjarðarsvæðið gæti væri lykillinn að málamiðlun um fyrirferðarminni flugvöll. En væri þá ekki óheppilegt ef það svæði væri þá horfið undir íbúðabyggð? Telur innviðaráðherra ástæðu til þess að biðja borgaryfirvöld um að bíða með uppbyggingu í Skerjafirði? Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. „Ja, þetta er náttúrlega hluti af löngu ferli, og hefur farið í dómstóla, um þetta land. Og þetta liggur svona fyrir. Isavia, sem fer með okkar mál, þarf auðvitað að passa upp á það að allt flugöryggi sé í lagi innan flugverndarsvæðis vallarins. Þannig að ég lít svo á að það séu allir að passa sitt,“ svarar Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Stefnt að nýjum innanlands- og varaflugvelli í Hvassahrauni Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum 28. nóvember 2019 19:31 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að samkvæmt aðalskipulaginu, sem borgarstjórn samþykkti þann 19. október, er vera flugvallarins framlengd til ársins 2032. Áður var miðað við að honum yrði lokað árið 2024. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. Vísað er til samkomulags borgarstjóra og samgönguráðherra frá því í nóvember 2019 um að stefnt skuli að því að flytja flugstarfsemina yfir á nýjan völl í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur. Engu að síður gerir borgin ráð fyrir að saxa meira af flugvellinum á næstu árum. Er það til viðbótar við Hlíðarendasvæðið, sem tekið var með lokun minnstu flugbrautar vallarins árið 2016. Strax á komandi ári er gert ráð fyrir að svæði í Skerjafirði verði tekið undir uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Borgin stefnir jafnframt að því að flugskýlin í Fluggörðum víki í síðasta lagi árið 2024. Úr aðalskipulagi Reykjavíkur. Myndin sýnir að landið má nýta undir flugvöll til ársins 2032. Skýlin í Fluggörðum mega þó aðeins vera til ársins 2024.Aðalskipulag Reykjavíkur En hvernig líst ráðherra samgöngumála á þá þróun? „Ja, það er auðvitað í gangi sameiginleg yfirlýsing okkar borgarstjóra um að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er og í óbreyttri mynd, með fullkomið rekstraröryggi, þangað til annar nýr flugvöllur eða flugvallarstæði finnst,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Úr Fluggörðum. Þar er miðstöð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli.Arnar Halldórsson Um Fluggarðana vísar borgin til eldra samkomulags ríkis og borgar frá árinu 2013 um að einka- og kennsluflugi skuli fundinn nýr staður. „Þar voru menn auðvitað að horfa til, ef til þess kæmi, að Hvassahraun yrði möguleiki, að það yrði þá fyrsta skrefið að flytja æfingaflugið þangað. Nú held ég að það séu nú fáir sem trúi því að það verði að veruleika. Þannig að við höfum verið að skoða aðra möguleika. En við þurfum að fá svigrúm til þess,“ segir Sigurður Ingi. Séð yfir Hvassahraun í átt til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tekið er fram í samkomulagi ráðherra og borgarstjóra frá 2019 að ef Hvassahraun reynist ekki vænlegur kostur taki aðilar upp viðræður um Reykjavíkurflugvöll að nýju. Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson, einn reyndasti flugmaður þjóðarinnar, hefur bent á að Skerjafjarðarsvæðið gæti væri lykillinn að málamiðlun um fyrirferðarminni flugvöll. En væri þá ekki óheppilegt ef það svæði væri þá horfið undir íbúðabyggð? Telur innviðaráðherra ástæðu til þess að biðja borgaryfirvöld um að bíða með uppbyggingu í Skerjafirði? Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. „Ja, þetta er náttúrlega hluti af löngu ferli, og hefur farið í dómstóla, um þetta land. Og þetta liggur svona fyrir. Isavia, sem fer með okkar mál, þarf auðvitað að passa upp á það að allt flugöryggi sé í lagi innan flugverndarsvæðis vallarins. Þannig að ég lít svo á að það séu allir að passa sitt,“ svarar Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Stefnt að nýjum innanlands- og varaflugvelli í Hvassahrauni Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum 28. nóvember 2019 19:31 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Stefnt að nýjum innanlands- og varaflugvelli í Hvassahrauni Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum 28. nóvember 2019 19:31
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45