„Þetta heppnaðist alveg hjá honum“ Eiður Þór Árnason skrifar 1. janúar 2022 09:01 Athæfið á eflaust eftir að gefa fleiri foreldrum og vinum einhverjar hugmyndir. samsett Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“ Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“
Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03