Björgunarsveitir á Austfjörðum ferja fólk til og frá vinnu vegna ófærðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 13:27 Talsvert hefur verið um fok á lausamunum og þakplötum á Seyðisfirði í dag. Landsbjörg Björgunarsveitir á Austfjörðum hafa þurft að ferja fólk til og frá vinnu í gær og í dag vegna ófærðar. Í langflestum tilfellum hefur um heilbrigðisstarfsfólk verið að ræða en óveður geisar í landshlutanum og vegir víða ófærir. Þá hefur talsvert verið um fok á þakplötum í bænum og hefur fólk því verið beðið um að halda sig innandyra. „Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll. Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
„Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll.
Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59
Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11