Máli Nevermind-barnsins vísað frá dómi Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 12:07 Nevermind kom út árið 1991. Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi. Elden krafði eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic, auk Courtney Love, ekkju söngvarans Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, um 150 þúsund dala frá hverjum og einum sem nefndur var í lögsókninni, eða um 20 milljónir króna. Plötumslagið er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Vildi Elden meina að þar sem sæist í getnaðarlim hans og seðill væri á myndinni mætti líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker). Elden vildi meina að myndin hafi valdið honum miklu og varanlegu andlegu tjóni og að þetta hafi takmarkað möguleika hans á vinnumarkaði, að því er segir í frétt BBC. Lögmenn Nirvana gáfu lítið fyrir lögsöknina og fullyrðingar um að um barnaklám væri að ræða. Vitleysa væri að halda því fram að allir væru með eintak af plötunni heima hjá sér væru með barnaklám í fórum sínum. Þá bentu þeir á að allt þar til nýlega hafi Elden notið þess að vera „Nirvana-barnið“. Þannig hafi hann látið endurskapa myndina á fullorðinsárum, gegn greiðslu. Auk bentu þeir á að brotið, ef þetta væri þá brot, væri fyrnt. Elden var með frest til 30. desember til að bregðast við röksemdum lögmanna Nirvana. Slíkt var ekki gert og ákvað dómari því að vísa málinu frá. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34 Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Elden krafði eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic, auk Courtney Love, ekkju söngvarans Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, um 150 þúsund dala frá hverjum og einum sem nefndur var í lögsókninni, eða um 20 milljónir króna. Plötumslagið er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Vildi Elden meina að þar sem sæist í getnaðarlim hans og seðill væri á myndinni mætti líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker). Elden vildi meina að myndin hafi valdið honum miklu og varanlegu andlegu tjóni og að þetta hafi takmarkað möguleika hans á vinnumarkaði, að því er segir í frétt BBC. Lögmenn Nirvana gáfu lítið fyrir lögsöknina og fullyrðingar um að um barnaklám væri að ræða. Vitleysa væri að halda því fram að allir væru með eintak af plötunni heima hjá sér væru með barnaklám í fórum sínum. Þá bentu þeir á að allt þar til nýlega hafi Elden notið þess að vera „Nirvana-barnið“. Þannig hafi hann látið endurskapa myndina á fullorðinsárum, gegn greiðslu. Auk bentu þeir á að brotið, ef þetta væri þá brot, væri fyrnt. Elden var með frest til 30. desember til að bregðast við röksemdum lögmanna Nirvana. Slíkt var ekki gert og ákvað dómari því að vísa málinu frá.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34 Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34
Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent