Enski boltinn

Liverpool biður um frestun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL

Kórónuveiran heldur áfram að setja mark sitt á leiki enskrar knattspyrnu þessa dagana. Veiran geisar nú á æfingasvæði Liverpool og er alls óvíst hvort leikur liðsins gegn Arsenal á fimmtudag get farið fram.

Liverpool var án leikmanna á borð við Alisson, Roberto Firmino og Joël Matip er liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea um liðna helgi. Allir höfðu greinst með Covid-19 og nú virðist sem fleiri leik- og starfsmenn liðsins séu smitaðir.

Æfingu liðsins í dag var frestað vegna ástandsins. Þá eru þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og Naby Keïta allir farnir til móts við landslið sín sem munu taka þátt í Afríkukeppninni.

Liverpool og Arsenal áttu að mætast í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Emirates-vellinum í Lundúnum á fimmtudagskvöld. Samkvæmt reglugerð enskrar knattspyrnu mega lið fresta leikjum ef þau geta ekki teflt fram 14 leikmönnum, þar af einum markverði. 

Eins og staðan er nú er alls óvíst hvort Liverpool geti smalað í lið fyrir þann tíma og hefur félagið beðið um að leiknum verði frestað. 


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×