Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. janúar 2022 22:00 Þau Snæbjörn og Agnes eru gestir í nýjasti þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. Snæbjörn Ragnarsson er ekki einungis meðlimur þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar og Ljótu hálfvitanna heldur starfar hann einnig á auglýsingastofu og heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Snæbjörn talar við fólk. Betri helmingur Snæbjörns er Agnes Grímsdóttir. Hún er snyrti- og förðunarfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem sminka í Þjóðleikhúsinu og snyrtifræðingur í Madison ilmhúsi, ásamt því að vera móðir tveggja barna þeirra Snæbjörns og finnur hún sig sérstaklega vel í því hlutverki. Þau Snæbjörn og Agnes voru gestir í 38. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Dreymdi að hún hefði gifst Snæbirni Í þættinum segja þau Snæbjörn og Agnes frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman þrátt fyrir þrettán ára aldursmun. Agnes var nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík þegar Snæbjörn kom að leikstýra skólaleikriti sem hún fór með hlutverk í. „Við kynnumst ekki sem rómantíkusar þá. Ég er náttúrlega bara krakki þarna,“ segir Agnes sem var á þessum tíma fimmtán ára gömul. Þarna urðu þau kunningjar en fóru ekki að stingja saman nefjum fyrr en nokkrum árum síðar, eftir að Agnes deildi draumi sem hana hafði dreymt um Snæbjörn á Facebook. „Mig dreymdi að ég hefði gifst Snæbirni. Þetta var bara mjög fyndið og gerðist á Húsavík. Það var einhver vörubíll sem bakkaði inn í eitthvað bílastæði þar sem ég var alltaf að passa börn frænku minnar. Þar er Snæbjörn í jakkafötum, á hnjánum með hring í boxi.“ „Ég gat farið inn í vörubílinn og það var svona eins og að opna Narníu hurð. Þú gast bara valið þér kjól og það liggur við að það hafi verið blikkljós og neon stemning. Þetta var mjög mjög fyndið. Svo vakna ég og set þetta á internetið og Snæbjörn sendi mér einkaskilaboð og hér erum við.“ Reyndu að hætta saman Þau fóru þó hægt í sakirnar þar til Agnes var orðin átján ára en þau voru bæði meðvituð um aldursmuninn. „Auðvitað var þetta skrítið en við gerðum þetta mjög vel. Við vorum mjög meðvituð um þetta og vissum að þetta væri pínu glórulaust en þetta var ógeðslega gaman,“ segir Snæbjörn. Á þessum tíma var Snæbjörn að vinna á Húsavík. Þegar þau höfðu verið að deita í eitt ár lá leið hans aftur til Reykjavíkur og var þá tekin sameiginleg ákvörðun um að slíta sambandinu. „Þetta var bara mjög stormasamt og skemmtilegt, ekkert vesen, bara mjög mikið af tilfinningum.“ Sambandsslitin tókust þó ekki betur en svo að í dag hafa þau verið saman í ellefu ár, eru gift og eiga saman tvö börn. Aflýstu 170 manna brúðkaupi en brunuðu þess í stað til Akureyrar Snæbjörn og Agnes voru ein af þeim sem voru búin að skipuleggja stórt og mikið brúðkaup þegar heimsfaraldur skall á. Það átti að fara fram 170 manna brúðkaup í ágúst 2020 sem þau þurftu að afbóka. Þau dóu þó ekki ráðalaus og giftu sig samt mánuði seinna, þó með allt öðrum hætti. „Við skutluðum krökkunum á leikskólann, náðum í tengdamömmu og skruppum til Akureyrar. Við keyrðum inn í Hörgárdal í Eyjafirði. Þar hittum við Odd Bjarna sem er með Snæbirni í Ljótu hálfvitunum á prestsetrinu sínu og hann gaf okkur saman. Mamma mín kom frá Húsavík með tveimur bestu vinkonum sínum og svo fórum við út að borða á Akureyri, svo bara keyrðum við heim og vorum komin heim aftur fyrir miðnætti,“ segir Agnes. „Þetta var ótrúlega góður dagur og skemmtileg minning. Það er til svo fyndin mynd af okkur þegar við erum á leiðinni heim. Hún er ennþá í kjólnum og í Nike skóm og stendur svona við goskælinn í Varmárhlíð og ég í jakkafötum, nýgift að fá okkur pylsu á leiðinni heim.“ Stefnan er þó að halda alvöru partý seinna, jafnvel á tveggja ára brúðkaupsafmælinu í september. Agnes og Snæbjörn hafa verið saman í ellefu ár. Góðir vinir sem elska að eyða tíma saman Þrátt fyrir að vera með tvö börn segjast þau hjónin vera dugleg að eyða tíma saman tvö ein. Rómantíkin sé falin í hversdagslegu hlutunum. „Við gerum rosalega margt til þess að gleðja hitt, án þess að ætlast til þess að fá eitthvað til baka. Við erum bara rosalega góðir vinir og okkur finnst bara rosalega gaman að vera hvort með öðru og bara eyða tíma saman,“ segir Snæbjörn. „Við erum eiginlega aldrei úti í sitthvoru horninu heima, sem er held ég kjarninn í okkar sambandi,“ bætir Agnes við. Þeirra stefnumót felast helst í því að svæfa börnin snemma og eyða kvöldinu saman heima. Þau kunna þó einnig að meta það að senda börnin í pössun og fara saman á hótel, sérstaklega þegar börnin voru á krefjandi aldri. En barneignirnar voru Snæbirni mikil viðbrigði. Varð uppfullur af kvíða eftir að hann varð foreldri „Þetta sneri mér alveg á hvolf sko. Bæði er ég þrettán árum eldri en hún, þannig ég var orðin 37 ára þegar stelpan kom í heiminn. Líf mitt hefur alltaf verið ógeðslega skemmtilegt, ég var náttúrlega bara búinn að vera fullur síðan ég var 18 ára og það er búið að vera ógeðslega gaman, búinn að stofna hljómsveitir og gera allan andskotann. Ég var alveg til í að eignast barn en ég var ekki góður í því. Ég var ekki skelfilegur í því, ég er ekki að tala um vanrækslu en ég vissi ekkert hvernig barn átti að snúa. Ég veit ekki hvað þú ert að segja og ég skil ekki hvað þú vilt. Ég var bara uppfullur af einhverjum kvíða og ég vaknaði á morgnanna og bara: Hvað á ég að gera við þetta barn? Þetta var alveg alvöru ströggl.“ Honum hefur hins vegar farið mikið fram enda börnin orðin eldri og farin að geta tjáð sig, það yngra er orðið fjögurra ára og það eldra komið í fyrsta bekk. „Núna geta þau sagt hvað þau vilja og það er hægt að tala við þau og gera eitthvað með þeim og þá er þetta orðið næs. Ég er góður í þessu, ef þú ert sex ára og ætlar að reyna að rífa kjaft við mig þá áttu ekki séns sko. En ef þú ert tveggja ára að öskra og ég veit ekki hvað þú vilt, þá á ég ekki breik sko.“ Afi Agnesar sagði Snæbirni að yngja upp Í þættinum segja þau frá því að vegna aldursmunarins hafi fjölskyldu Agnesar nú ekki alveg staðið á sama þegar hún byrjaði að hitta Snæbjörn. „Fólkinu hennar fannst þetta náttúrlega pínu erfitt, eðlilega. Ég var náttúrlega bara í einhverri hljómsveit, hálf atvinnulaus, óbaðaður og asnalegur,“ útskýrir Snæbjörn. Það vann hins vegar með honum að hann þekkti ömmu hennar Agnesar. Hann hafði stundað frjálsar íþróttir þegar hann var yngri og amma hennar Agnesar hafði verið mikið inni í því starfi og vissi því að hann væri góður maður. „Gamla stóð alltaf með mér. Hún vissi að það þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu og að þetta væri gott.“ Í þættinum segja þau einnig frá fyndnu atviki sem átti sér stað fyrstu jólin þeirra saman þegar Snæbirni hafði verið boðið í jólaboð hjá stórfjölskyldu Agnesar. Snæbjörn var þarna mættur spariklæddur og fékk sér sæti við hlið afa Agnesar sem var fámáll maður og Snæbjörn hafði á þessum tímapunkti aldrei talað við. „Hann var fyndnasti maður sem ég hef kynnst. Hann sagði ekki margt, en allt sem hann sagði voru gullkorn.“ Hangikjötið var komið á borð og allir voru sestir þegar móðir Agnesar kemur skyndilega auga á grátt hár á höfði Agnesar og varð uppi mikill æsingur meðal dökkhærðu kvennanna í fjölskyldunni sem allar ruku í spegilinn. „Þá hallar afi hennar sér svona að mér og hvíslar þannig að enginn heyri „Þú verður að fara yngja upp“. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Snæbjörn og Agnesi í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Tengdar fréttir Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 „Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00 Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01 Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Snæbjörn Ragnarsson er ekki einungis meðlimur þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar og Ljótu hálfvitanna heldur starfar hann einnig á auglýsingastofu og heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Snæbjörn talar við fólk. Betri helmingur Snæbjörns er Agnes Grímsdóttir. Hún er snyrti- og förðunarfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem sminka í Þjóðleikhúsinu og snyrtifræðingur í Madison ilmhúsi, ásamt því að vera móðir tveggja barna þeirra Snæbjörns og finnur hún sig sérstaklega vel í því hlutverki. Þau Snæbjörn og Agnes voru gestir í 38. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Dreymdi að hún hefði gifst Snæbirni Í þættinum segja þau Snæbjörn og Agnes frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman þrátt fyrir þrettán ára aldursmun. Agnes var nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík þegar Snæbjörn kom að leikstýra skólaleikriti sem hún fór með hlutverk í. „Við kynnumst ekki sem rómantíkusar þá. Ég er náttúrlega bara krakki þarna,“ segir Agnes sem var á þessum tíma fimmtán ára gömul. Þarna urðu þau kunningjar en fóru ekki að stingja saman nefjum fyrr en nokkrum árum síðar, eftir að Agnes deildi draumi sem hana hafði dreymt um Snæbjörn á Facebook. „Mig dreymdi að ég hefði gifst Snæbirni. Þetta var bara mjög fyndið og gerðist á Húsavík. Það var einhver vörubíll sem bakkaði inn í eitthvað bílastæði þar sem ég var alltaf að passa börn frænku minnar. Þar er Snæbjörn í jakkafötum, á hnjánum með hring í boxi.“ „Ég gat farið inn í vörubílinn og það var svona eins og að opna Narníu hurð. Þú gast bara valið þér kjól og það liggur við að það hafi verið blikkljós og neon stemning. Þetta var mjög mjög fyndið. Svo vakna ég og set þetta á internetið og Snæbjörn sendi mér einkaskilaboð og hér erum við.“ Reyndu að hætta saman Þau fóru þó hægt í sakirnar þar til Agnes var orðin átján ára en þau voru bæði meðvituð um aldursmuninn. „Auðvitað var þetta skrítið en við gerðum þetta mjög vel. Við vorum mjög meðvituð um þetta og vissum að þetta væri pínu glórulaust en þetta var ógeðslega gaman,“ segir Snæbjörn. Á þessum tíma var Snæbjörn að vinna á Húsavík. Þegar þau höfðu verið að deita í eitt ár lá leið hans aftur til Reykjavíkur og var þá tekin sameiginleg ákvörðun um að slíta sambandinu. „Þetta var bara mjög stormasamt og skemmtilegt, ekkert vesen, bara mjög mikið af tilfinningum.“ Sambandsslitin tókust þó ekki betur en svo að í dag hafa þau verið saman í ellefu ár, eru gift og eiga saman tvö börn. Aflýstu 170 manna brúðkaupi en brunuðu þess í stað til Akureyrar Snæbjörn og Agnes voru ein af þeim sem voru búin að skipuleggja stórt og mikið brúðkaup þegar heimsfaraldur skall á. Það átti að fara fram 170 manna brúðkaup í ágúst 2020 sem þau þurftu að afbóka. Þau dóu þó ekki ráðalaus og giftu sig samt mánuði seinna, þó með allt öðrum hætti. „Við skutluðum krökkunum á leikskólann, náðum í tengdamömmu og skruppum til Akureyrar. Við keyrðum inn í Hörgárdal í Eyjafirði. Þar hittum við Odd Bjarna sem er með Snæbirni í Ljótu hálfvitunum á prestsetrinu sínu og hann gaf okkur saman. Mamma mín kom frá Húsavík með tveimur bestu vinkonum sínum og svo fórum við út að borða á Akureyri, svo bara keyrðum við heim og vorum komin heim aftur fyrir miðnætti,“ segir Agnes. „Þetta var ótrúlega góður dagur og skemmtileg minning. Það er til svo fyndin mynd af okkur þegar við erum á leiðinni heim. Hún er ennþá í kjólnum og í Nike skóm og stendur svona við goskælinn í Varmárhlíð og ég í jakkafötum, nýgift að fá okkur pylsu á leiðinni heim.“ Stefnan er þó að halda alvöru partý seinna, jafnvel á tveggja ára brúðkaupsafmælinu í september. Agnes og Snæbjörn hafa verið saman í ellefu ár. Góðir vinir sem elska að eyða tíma saman Þrátt fyrir að vera með tvö börn segjast þau hjónin vera dugleg að eyða tíma saman tvö ein. Rómantíkin sé falin í hversdagslegu hlutunum. „Við gerum rosalega margt til þess að gleðja hitt, án þess að ætlast til þess að fá eitthvað til baka. Við erum bara rosalega góðir vinir og okkur finnst bara rosalega gaman að vera hvort með öðru og bara eyða tíma saman,“ segir Snæbjörn. „Við erum eiginlega aldrei úti í sitthvoru horninu heima, sem er held ég kjarninn í okkar sambandi,“ bætir Agnes við. Þeirra stefnumót felast helst í því að svæfa börnin snemma og eyða kvöldinu saman heima. Þau kunna þó einnig að meta það að senda börnin í pössun og fara saman á hótel, sérstaklega þegar börnin voru á krefjandi aldri. En barneignirnar voru Snæbirni mikil viðbrigði. Varð uppfullur af kvíða eftir að hann varð foreldri „Þetta sneri mér alveg á hvolf sko. Bæði er ég þrettán árum eldri en hún, þannig ég var orðin 37 ára þegar stelpan kom í heiminn. Líf mitt hefur alltaf verið ógeðslega skemmtilegt, ég var náttúrlega bara búinn að vera fullur síðan ég var 18 ára og það er búið að vera ógeðslega gaman, búinn að stofna hljómsveitir og gera allan andskotann. Ég var alveg til í að eignast barn en ég var ekki góður í því. Ég var ekki skelfilegur í því, ég er ekki að tala um vanrækslu en ég vissi ekkert hvernig barn átti að snúa. Ég veit ekki hvað þú ert að segja og ég skil ekki hvað þú vilt. Ég var bara uppfullur af einhverjum kvíða og ég vaknaði á morgnanna og bara: Hvað á ég að gera við þetta barn? Þetta var alveg alvöru ströggl.“ Honum hefur hins vegar farið mikið fram enda börnin orðin eldri og farin að geta tjáð sig, það yngra er orðið fjögurra ára og það eldra komið í fyrsta bekk. „Núna geta þau sagt hvað þau vilja og það er hægt að tala við þau og gera eitthvað með þeim og þá er þetta orðið næs. Ég er góður í þessu, ef þú ert sex ára og ætlar að reyna að rífa kjaft við mig þá áttu ekki séns sko. En ef þú ert tveggja ára að öskra og ég veit ekki hvað þú vilt, þá á ég ekki breik sko.“ Afi Agnesar sagði Snæbirni að yngja upp Í þættinum segja þau frá því að vegna aldursmunarins hafi fjölskyldu Agnesar nú ekki alveg staðið á sama þegar hún byrjaði að hitta Snæbjörn. „Fólkinu hennar fannst þetta náttúrlega pínu erfitt, eðlilega. Ég var náttúrlega bara í einhverri hljómsveit, hálf atvinnulaus, óbaðaður og asnalegur,“ útskýrir Snæbjörn. Það vann hins vegar með honum að hann þekkti ömmu hennar Agnesar. Hann hafði stundað frjálsar íþróttir þegar hann var yngri og amma hennar Agnesar hafði verið mikið inni í því starfi og vissi því að hann væri góður maður. „Gamla stóð alltaf með mér. Hún vissi að það þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu og að þetta væri gott.“ Í þættinum segja þau einnig frá fyndnu atviki sem átti sér stað fyrstu jólin þeirra saman þegar Snæbirni hafði verið boðið í jólaboð hjá stórfjölskyldu Agnesar. Snæbjörn var þarna mættur spariklæddur og fékk sér sæti við hlið afa Agnesar sem var fámáll maður og Snæbjörn hafði á þessum tímapunkti aldrei talað við. „Hann var fyndnasti maður sem ég hef kynnst. Hann sagði ekki margt, en allt sem hann sagði voru gullkorn.“ Hangikjötið var komið á borð og allir voru sestir þegar móðir Agnesar kemur skyndilega auga á grátt hár á höfði Agnesar og varð uppi mikill æsingur meðal dökkhærðu kvennanna í fjölskyldunni sem allar ruku í spegilinn. „Þá hallar afi hennar sér svona að mér og hvíslar þannig að enginn heyri „Þú verður að fara yngja upp“. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Snæbjörn og Agnesi í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Tengdar fréttir Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 „Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00 Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01 Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00
„Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00
Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01
Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00