Fyrst orðið svart ef það verður skortur á hamborgurum Eiður Þór Árnason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 5. janúar 2022 17:56 Haukur Már Hauksson á Yuzu til vinstri og Jóhannes Ásbjörnsson á Fabrikkunni til hægri. Samsett Veitingaðurinn Yuzu á Hverfisgötu mun ekki opna dyr sínar fyrir hungruðum gestum í dag vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Sömu sögu er af segja af Hamborgarafabrikkunni en þar verður lokað vegna sóttkvíar starfsmanna næstu daga, bæði á Höfðatorgi og í Kringlunni. Það er ekki bara á sviði hins opinbera sem mannekla leikur starfsemi og þjónustu grátt. Staðan er orðin sú að landsmenn gætu átt í vandræðum með að sækja sér skyndibita næstu vikur, en ekki hefur tekist að manna fjölmarga veitingastaði vegna sóttkvíar eða einangrunar starfsmanna síðustu daga. Domino's hafa til að mynda þurft að loka útibúum tímabundið af sömu ástæðu; nú Yuzu og Hamborgarafabrikkan. Níu starfsmenn Yuzu í sóttkví eða einangrun Haukur Már Hauksson, yfirkokkur og einn af stofnendum Yuzu, vonast til að geta opnað aftur sem allra fyrst en það veltur allt á því hvaða niðurstaða fæst úr sýnatöku starfsmanna í kvöld. Yuzu starfrækir sömuleiðis veitingastaði í Borgartúni og Hveragerði og hefur tekist að halda starfsemi þar gangandi einn dag í viðbót. „Þetta er náttúrulega hrikalega leiðinlegt. Við náðum að dreifa starfsfólkinu til að halda hinum tveimur opnum, við höfum jafnvel skutlað fólki úr bænum í Hveragerði,“ segir Haukur. Þetta er í fyrsta skipti sem Yuzu lokar af þessum ástæðum. Stórt hlutfall starfsmanna er nú fjarri góðu gamni og hefur því aukið álag flust yfir á aðra starfsmenn. Um níu starfsmenn eru nú í sóttkví eða einangrun og erfiðlega hefur gengið að manna staðina. „Þetta er búið að hafa áhrif á eiginlega alla starfsmenn enda eru allir búnir á því að þurfa að vinna yfirvinnu og aukalega af því að margir eru í einangrun eða sóttkví. Þá lendir vaktin mikið á sama hópnum sem hefur sloppið og við neyddumst svolítið til að loka í dag svo fólk fengi smá hvíld.“ Margir lent í klóm farsóttarinnar eftir hátíðarnar Haukur segir að smitin komi sitt úr hverri áttinni og ekki sé um að ræða hópsýkingu meðal starfsmanna. Margir hafi lent í klóm farsóttarinnar eftir jól og áramót. Hann vonast til að gott hjarðónæmi náist sem fyrst í starfsmannahópnum, sem og í samfélaginu og að fólk fái að halda áfram með líf sitt í friði frá kórónuveirunni. „Hamborgarabransinn er lamaður í dag. Ef það fer að verða skortur á hamborgurum þá er það orðið svart,“ segir Haukur léttur í bragði. „Svo er þetta bara bráðsmitandi afbrigði“ Sama staða er uppi á Hamborgarafabrikkunni en nú eru um 35 starfsmenn í einangrun eða sóttkví, af 45 manna starfsmannahópi. Jóhannes Ásbjörnsson, stofnandi og einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar, segir að smitin hafi breiðst mjög hratt út. „Þetta kemur úr fleiri en einni átt. Svo bara í raun og veru vill svo til að það ratar smit inn á báða staði inni í starfsmannahópum. Svo er þetta bara bráðsmitandi afbrigði, hún er ansi fljót að ferðast. Og svo fór liðið bara að tínast eitt af öðru út,“ segir Jóhannes og bætir við að starfsmenn séu almennt einkennalausir eða með væg einkenni. Lokað fram yfir helgi á Fabrikkunni Jóhannes telur að lokun gæti líklega staðið fram yfir helgi en það þurfi að koma í ljós. Sóttkvíin, sem og einangrunin, taki sinn tíma og hann fagnar því að hópurinn ætti að vera „nokkuð skotheldur“ þegar staðan batnar. Starfsmennirnir hafi tekið þetta út á einu bretti og takist vonandi að mynda gott ónæmi. „Þjóðfélagið er undirlagt í þessu. Ég held að það séu nú allflestir sem finna fyrir þessu í kringum sig á einhvern hátt, það er að segja eru nálægt einangrun eða sóttkví. Þetta er bara svo víða núna að þetta í sjálfu sér kemur engum á óvart. Það eru engin önnur ráð þegar þetta gerist með þessum hætti en bara að bíða þetta af sér. Mér þætti líklegra en ella að við þyrftum að loka einhverjum fleiri stöðum í janúar ef að fyrirkomulagið verður óbreytt, svona varðandi sóttkví og hvernig þetta er skipulagt.“ Veitingastaðir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Það er ekki bara á sviði hins opinbera sem mannekla leikur starfsemi og þjónustu grátt. Staðan er orðin sú að landsmenn gætu átt í vandræðum með að sækja sér skyndibita næstu vikur, en ekki hefur tekist að manna fjölmarga veitingastaði vegna sóttkvíar eða einangrunar starfsmanna síðustu daga. Domino's hafa til að mynda þurft að loka útibúum tímabundið af sömu ástæðu; nú Yuzu og Hamborgarafabrikkan. Níu starfsmenn Yuzu í sóttkví eða einangrun Haukur Már Hauksson, yfirkokkur og einn af stofnendum Yuzu, vonast til að geta opnað aftur sem allra fyrst en það veltur allt á því hvaða niðurstaða fæst úr sýnatöku starfsmanna í kvöld. Yuzu starfrækir sömuleiðis veitingastaði í Borgartúni og Hveragerði og hefur tekist að halda starfsemi þar gangandi einn dag í viðbót. „Þetta er náttúrulega hrikalega leiðinlegt. Við náðum að dreifa starfsfólkinu til að halda hinum tveimur opnum, við höfum jafnvel skutlað fólki úr bænum í Hveragerði,“ segir Haukur. Þetta er í fyrsta skipti sem Yuzu lokar af þessum ástæðum. Stórt hlutfall starfsmanna er nú fjarri góðu gamni og hefur því aukið álag flust yfir á aðra starfsmenn. Um níu starfsmenn eru nú í sóttkví eða einangrun og erfiðlega hefur gengið að manna staðina. „Þetta er búið að hafa áhrif á eiginlega alla starfsmenn enda eru allir búnir á því að þurfa að vinna yfirvinnu og aukalega af því að margir eru í einangrun eða sóttkví. Þá lendir vaktin mikið á sama hópnum sem hefur sloppið og við neyddumst svolítið til að loka í dag svo fólk fengi smá hvíld.“ Margir lent í klóm farsóttarinnar eftir hátíðarnar Haukur segir að smitin komi sitt úr hverri áttinni og ekki sé um að ræða hópsýkingu meðal starfsmanna. Margir hafi lent í klóm farsóttarinnar eftir jól og áramót. Hann vonast til að gott hjarðónæmi náist sem fyrst í starfsmannahópnum, sem og í samfélaginu og að fólk fái að halda áfram með líf sitt í friði frá kórónuveirunni. „Hamborgarabransinn er lamaður í dag. Ef það fer að verða skortur á hamborgurum þá er það orðið svart,“ segir Haukur léttur í bragði. „Svo er þetta bara bráðsmitandi afbrigði“ Sama staða er uppi á Hamborgarafabrikkunni en nú eru um 35 starfsmenn í einangrun eða sóttkví, af 45 manna starfsmannahópi. Jóhannes Ásbjörnsson, stofnandi og einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar, segir að smitin hafi breiðst mjög hratt út. „Þetta kemur úr fleiri en einni átt. Svo bara í raun og veru vill svo til að það ratar smit inn á báða staði inni í starfsmannahópum. Svo er þetta bara bráðsmitandi afbrigði, hún er ansi fljót að ferðast. Og svo fór liðið bara að tínast eitt af öðru út,“ segir Jóhannes og bætir við að starfsmenn séu almennt einkennalausir eða með væg einkenni. Lokað fram yfir helgi á Fabrikkunni Jóhannes telur að lokun gæti líklega staðið fram yfir helgi en það þurfi að koma í ljós. Sóttkvíin, sem og einangrunin, taki sinn tíma og hann fagnar því að hópurinn ætti að vera „nokkuð skotheldur“ þegar staðan batnar. Starfsmennirnir hafi tekið þetta út á einu bretti og takist vonandi að mynda gott ónæmi. „Þjóðfélagið er undirlagt í þessu. Ég held að það séu nú allflestir sem finna fyrir þessu í kringum sig á einhvern hátt, það er að segja eru nálægt einangrun eða sóttkví. Þetta er bara svo víða núna að þetta í sjálfu sér kemur engum á óvart. Það eru engin önnur ráð þegar þetta gerist með þessum hætti en bara að bíða þetta af sér. Mér þætti líklegra en ella að við þyrftum að loka einhverjum fleiri stöðum í janúar ef að fyrirkomulagið verður óbreytt, svona varðandi sóttkví og hvernig þetta er skipulagt.“
Veitingastaðir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira