Enski boltinn

Guardiola með veiruna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er kominn í hóp smitaðra.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er kominn í hóp smitaðra. Getty/Naomi Baker

Pep Guardiola mun ekki getað stýrt liði Manchester City í enska bikarnum um helgina þar sem hann er kominn með kórónuveiruna.

Guardiola bætist þar með í hóp með Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, Sean Dyche, stjóra Burnley, og fjölmörgum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem hafa smitast.

Aðstoðarmaður Guardiola, Juanma Lillo, er líka smitaður. Þeir eru komnir í einangrun eins og fleiri hjá Manchester City sem hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.

Manchester City spilar við Swindon annað kvöld í fyrsta leiknum í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Citu liðið hefur unnið sex leiki í röð í öllum keppnum, ellefu deildaleiki í röð og er búið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×