Danir fljúga á EM í handbolta með almennu farþegaflugi en skilja einn eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 09:30 Danski landsliðsmarkvörðurinn Jannick Green Krejberg er enn í einangrun vegna kórónuveirusmits. epa/Diego Azubel Heimsmeistarar Dana ferðuðust til Ungverjalands í morgun þar sem þeir taka þátt í Evrópumótinu í handbolta. Það voru þó ekki allir sem fengu að fara með í flugið. Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit. SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022 Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi. Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green. Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag. Hilsen fra @JannickGreen:Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022 Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið. Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið. Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti. Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira
Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit. SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022 Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi. Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green. Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag. Hilsen fra @JannickGreen:Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022 Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið. Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið. Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti. Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira