Í frétt Sermitsiaq.AG segir að flest smit hafi greinst í höfuðborginni Nuuk í gær, eða 197. Af þeim 427 sýnum sem tekin voru í Ilulissat voru 187 jákvæð, sem þýðir að 44 prósent sýna sem tekin voru þar voru jákvæð.
Þá greindust 37 í Maniitsoq og þrjátíu í Narsaq.
Alls eru sex nú á sjúkrahúsum á Grænlandi með Covid-19 – einn í Upernavik og fimm í Nuuk, þar af einn á gjörgæslu.