Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 23:37 30 dagar í sóttkví þríbólusettur. Óvíst hvort nokkur annar geti státað sig af því sama. vísir/egill Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb. Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13