Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. janúar 2022 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nú tvo valmöguleika í stöðunni ætli landsmenn sér að ná tökum á faraldrinum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar á Landspítalanum, ræddu framkvæmd sóttvarnaraðgerða á opnum fjarfundi velferðarnefndar Alþingis sem lauk upp úr hádegi í dag. Þórólfur sagði faraldurinn hafa verið í mikilli uppsveiflu undanfarið en með ómíkron hafi veiran komist á mikið flug. Daglega er fjöldi greindra í kringum þúsund til ellefu hundruð og þó að delta afbrigðið sé enn að greinast í nokkrum mæli er líklegt að ómíkron muni taka yfir bráðlega. „Mínar horfur núna fyrir næstu vikur og mánuði eru þær að með útbreiddri bólusetningu til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi, og svo með útbreiddum sýkingum sem eru að smita þetta ómíkron afbrigði, þá náum við að byggja hérna upp gott ónæmi í samfélaginu sem mun hægt og bítandi sljákka í þessari útbreiðslu, það er þetta svokallaða hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur „Hvenær það tekst er kannski erfitt að segja en ég held að það gæti tekið með sama hraða einhverjar vikur eða einhverja mánuði, það er hugsanlegt,“ sagði Þórólfur Hingað til hafa um 0,3 prósent þeirra sem greinast með ómíkron hér á landi þurft að leggjast inn á spítala en að sögn Þórólfs er enn margt á huldu um afbrigðið og ekki mikil reynsla komin. Ekki er enn vitað hvernig ómíkron leggst í börn og eldri einstaklinga en það er nú helst að greinast hjá ungu fullorðnu fólki. Þá er ljóst að bóluefnin veita ekki mikla vernd gegn smiti en þau verndi þó gegn alvarlegum veikindum, sérstaklega með örvunarskammt hjá fullorðnum. „Ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna, með þessa miklu útbreiðslu og þessar takmarkanir sem eru í gangi. Takmarkið með sóttvarnaráðstöfunum er í rauninni það að ná að halda faraldrinum þannig í fjölda að innlagnir verði ekki gríðarlega miklar,“ sagði Þórólfur. Spár gera ráð fyrir að 90 verði inniliggjandi undir lok mánaðar Landspítali starfar nú á neyðarstigi en nú eru 39 Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum. Sjö eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Á hverjum degi eru um 200 starfsmenn spítalans í einangrun vegna Covid. „Með þessar tvær ógnir, smit meðal starfsmanna og smit meðal starfsmanna, og þetta víðfeðma smit í samfélaginu, þá hefur þurft að gera víðtækar breytingar á starfsemi spítalans,“ sagði Már. „Með þessum auknu umsvifum þá erum við í rauninni ekki að mæta því þjónustuheiti sem að Landspítalinn hefur gagnvart samborgurum. Við höfum þurft að fresta aðgerðum, við þurfum að ýta verkefnum undan okkur, við þurfum að fresta komum á dag og göngudeildir Már fór yfir spárnar fyrir Landspítala en gert er ráð fyrir að þúsund manns muni greinast smitaðir á dag út mánuðinn og að allt að 90 verði inniliggjandi á spítala, þar af 20 á gjörgæslu. Að sögn Más getur það haft mikil áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Okkar helsta áskorun er þessi mikli fjöldi í samfélaginu sem gerir það að verkum að verkefni sem að við alla jafna höfum verið að sinna hafa hliðrast til. Það besta sem við getum gert og köllum eftir er að draga úr umfangi veikinnar í samfélaginu, það er í rauninni það úrræði sem er helst til bjargræðis á spítalanum,“ sagði Már. Á brúninni að þurfa að skrúfa niður í samfélaginu Til að halda innlögnum í skefjum þurfi að ná fjölda þeirra sem greinast daglega niður í um 500 að sögn Þórólfs en í gær greindust um tólf hundruð manns. „Okkar takmark ætti að vera, ef við ætlum virkilega að láta spítalakerfið og heilbrigðiskerfið okkar ráða við þetta, þá þyrftum við að ná kúrfunni niður í um það bil 500 á dag og við erum með ákveðin plön um hvernig við getum aflétt og hvernig við getum litið á þetta til lengri tíma með það fyrir augum að ná kúrfunni niður,“ sagði Þórólfur. Hann segir tvo valmöguleika nú í stöðunni, annað hvort að efla afkastagetu Landspítala en ef það takist ekki þurfi að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Ég held að við séum alveg á brúninni að þurfa hreinlega að segja nú þurfum við að skrúfa niður í samfélaginu, við þurfum að hægja á öllu til þess að reyna að ná þessari kúrfunni niður ef við viljum ekki lenda í þessu sem að Már er búinn að vera að lýsa og spár segja til um. Við höfum í rauninni ekkert annað val ef við ætlum að reyna að komast fram hjá því að lenda í þessari alvarlegu stöðu,“ sagði Þórólfur. Sjálfur lagði Þórólfur ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra og tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skömmu eftir hádegi að núverandi samkomutakmarkanir myndu haldast óbreyttar næstu þrjár vikurnar. Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 39 nú á Landspítala með Covid-19 39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19. 11. janúar 2022 09:53 Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19 Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans. 11. janúar 2022 06:18 Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun. 10. janúar 2022 18:11 Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. 10. janúar 2022 13:43 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar á Landspítalanum, ræddu framkvæmd sóttvarnaraðgerða á opnum fjarfundi velferðarnefndar Alþingis sem lauk upp úr hádegi í dag. Þórólfur sagði faraldurinn hafa verið í mikilli uppsveiflu undanfarið en með ómíkron hafi veiran komist á mikið flug. Daglega er fjöldi greindra í kringum þúsund til ellefu hundruð og þó að delta afbrigðið sé enn að greinast í nokkrum mæli er líklegt að ómíkron muni taka yfir bráðlega. „Mínar horfur núna fyrir næstu vikur og mánuði eru þær að með útbreiddri bólusetningu til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi, og svo með útbreiddum sýkingum sem eru að smita þetta ómíkron afbrigði, þá náum við að byggja hérna upp gott ónæmi í samfélaginu sem mun hægt og bítandi sljákka í þessari útbreiðslu, það er þetta svokallaða hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur „Hvenær það tekst er kannski erfitt að segja en ég held að það gæti tekið með sama hraða einhverjar vikur eða einhverja mánuði, það er hugsanlegt,“ sagði Þórólfur Hingað til hafa um 0,3 prósent þeirra sem greinast með ómíkron hér á landi þurft að leggjast inn á spítala en að sögn Þórólfs er enn margt á huldu um afbrigðið og ekki mikil reynsla komin. Ekki er enn vitað hvernig ómíkron leggst í börn og eldri einstaklinga en það er nú helst að greinast hjá ungu fullorðnu fólki. Þá er ljóst að bóluefnin veita ekki mikla vernd gegn smiti en þau verndi þó gegn alvarlegum veikindum, sérstaklega með örvunarskammt hjá fullorðnum. „Ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna, með þessa miklu útbreiðslu og þessar takmarkanir sem eru í gangi. Takmarkið með sóttvarnaráðstöfunum er í rauninni það að ná að halda faraldrinum þannig í fjölda að innlagnir verði ekki gríðarlega miklar,“ sagði Þórólfur. Spár gera ráð fyrir að 90 verði inniliggjandi undir lok mánaðar Landspítali starfar nú á neyðarstigi en nú eru 39 Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum. Sjö eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Á hverjum degi eru um 200 starfsmenn spítalans í einangrun vegna Covid. „Með þessar tvær ógnir, smit meðal starfsmanna og smit meðal starfsmanna, og þetta víðfeðma smit í samfélaginu, þá hefur þurft að gera víðtækar breytingar á starfsemi spítalans,“ sagði Már. „Með þessum auknu umsvifum þá erum við í rauninni ekki að mæta því þjónustuheiti sem að Landspítalinn hefur gagnvart samborgurum. Við höfum þurft að fresta aðgerðum, við þurfum að ýta verkefnum undan okkur, við þurfum að fresta komum á dag og göngudeildir Már fór yfir spárnar fyrir Landspítala en gert er ráð fyrir að þúsund manns muni greinast smitaðir á dag út mánuðinn og að allt að 90 verði inniliggjandi á spítala, þar af 20 á gjörgæslu. Að sögn Más getur það haft mikil áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Okkar helsta áskorun er þessi mikli fjöldi í samfélaginu sem gerir það að verkum að verkefni sem að við alla jafna höfum verið að sinna hafa hliðrast til. Það besta sem við getum gert og köllum eftir er að draga úr umfangi veikinnar í samfélaginu, það er í rauninni það úrræði sem er helst til bjargræðis á spítalanum,“ sagði Már. Á brúninni að þurfa að skrúfa niður í samfélaginu Til að halda innlögnum í skefjum þurfi að ná fjölda þeirra sem greinast daglega niður í um 500 að sögn Þórólfs en í gær greindust um tólf hundruð manns. „Okkar takmark ætti að vera, ef við ætlum virkilega að láta spítalakerfið og heilbrigðiskerfið okkar ráða við þetta, þá þyrftum við að ná kúrfunni niður í um það bil 500 á dag og við erum með ákveðin plön um hvernig við getum aflétt og hvernig við getum litið á þetta til lengri tíma með það fyrir augum að ná kúrfunni niður,“ sagði Þórólfur. Hann segir tvo valmöguleika nú í stöðunni, annað hvort að efla afkastagetu Landspítala en ef það takist ekki þurfi að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Ég held að við séum alveg á brúninni að þurfa hreinlega að segja nú þurfum við að skrúfa niður í samfélaginu, við þurfum að hægja á öllu til þess að reyna að ná þessari kúrfunni niður ef við viljum ekki lenda í þessu sem að Már er búinn að vera að lýsa og spár segja til um. Við höfum í rauninni ekkert annað val ef við ætlum að reyna að komast fram hjá því að lenda í þessari alvarlegu stöðu,“ sagði Þórólfur. Sjálfur lagði Þórólfur ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra og tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skömmu eftir hádegi að núverandi samkomutakmarkanir myndu haldast óbreyttar næstu þrjár vikurnar.
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 39 nú á Landspítala með Covid-19 39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19. 11. janúar 2022 09:53 Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19 Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans. 11. janúar 2022 06:18 Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun. 10. janúar 2022 18:11 Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. 10. janúar 2022 13:43 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10
39 nú á Landspítala með Covid-19 39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19. 11. janúar 2022 09:53
Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19 Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans. 11. janúar 2022 06:18
Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun. 10. janúar 2022 18:11
Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. 10. janúar 2022 13:43